Fara í efni

Vörslusvipting búfjár

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur svipt bónda á Suðurlandi vörslum allra gripa sinna þar sem enginn fékkst til að sjá um gripina í fjarveru bóndans vegna veikinda. Vörslusviptingin byggðist á heimild í 38.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra sem fjallar um þá stöðu þegar úrbætur þola ekki bið.

Það var mat stofnunarinnar að ekki væri hægt að bíða með þessar aðgerðir þar sem gripirnir höfðu hvorki aðgang að vatni né fóðri.

Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur aflífuð og þeim fargað.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Getum við bætt efni síðunnar?