Fara í efni

Opinberar sýnatökur

Sannprófun eftirlitsaðila

Eftirlitsaðilar eiga að sannprófa að matvælafyrirtæki uppfylli þær kröfur sem eru settar fram í reglugerð um örverufræðileg viðmið. Fyrir þær afurðir þar sem tíðni sýnatöku er skilgreind er skoðað hvort tíðni sýnatöku sé að lágmarki skv. því sem kemur fram í leiðbeiningum þessum. Fyrir önnur matvæli er skoðað hvort sýnatökuáætlun sé byggð á áhættumati og hvort framleiðandi geti fært rök fyrir ákvörðun um tíðni sýnatöku. Niðurstöður greininga eru skoðaðar, hvort þær uppfylli viðmið og hvort viðbrögð framleiðanda við frávikum séu ásættanleg. Einnig eru sýnatökuaðferðir og rannsóknaaðferðir skoðaðar til að sannprófa að hægt sé að treysta niðurstöðunum. 

Ef í ljós kemur við sannprófun eftirlitsaðila að fyrirtæki er ekki að uppfylla kröfur reglugerðarinnar getur eftirlitsaðili ákveðið að taka sýni á kostnað framleiðanda. 

Eftirlitsaðilar geta einnig sannreynt að kröfur séu uppfylltar með skipulögðum sýnatökuverkefnum. Sýni skal ýmist taka af matvælum áður en þau fara í dreifingu eða af matvælum á markaði. Við gerð opinberra sýnatökuáætlana skal tekið mið af niðurstöðum framleiðanda og áhættumati. Slík sýnataka þarf að vera vel skipulögð og markmiðin með sýnatöku og greiningum þurfa að vera skýr. Matvælastofnun mun gera áætlun um sýnatökur sem nær til 3-5 ára. Lögð verður áhersla á verkefnatengda sýnatöku þar sem staðan er könnuð í ákveðnum tegundum matvæla. 

Niðurstöður

Eftirlitsverkefni 

Uppfært 29.10.2024
Getum við bætt efni síðunnar?