Neysluvatn, náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn
Neysluvatn er skilgreint sem matvæli í lögum um matvæli 93/1995. Vatnsveitur og átöppunarfyrirtæki eru því matvælafyrirtæki sem þurfa að uppfylla ákvæði reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, ásamt annarra sértækari reglna sem til þess ná.
Neysluvatn er allt vatn, meðhöndlað eða ómeðhöndlað, óháð dreifingaraðferð, sem ætlað er til drykkjar, matargerðar eða annarra heimilisnota, eða til notkunar í matvælafyrirtæki, eins og það er skilgreint í lögum.
Eftirlit með neysluvatni er í höndum heilbrigðisnefnda og hefur það að markmiði að vernda heilsu manna með því að tryggja að vatnið sé heilnæmt og hreint. Í reglugerðinni um neysluvatn 536/2001 segir að vatnsveitur og aðrir sem dreifa neysluvatni skulu sjá til þess að það uppfylli kröfur um gæði og skal það vera laust við örverur, sníkjudýr og efni í því magni sem getur haft áhrif á heilsu manna. Ef vatnsveitur þjóna færri en 50 manns eða 20 heimilum/sumarbústöðum þá hafa heilbrigðisnefndir ekki reglubundið eftirlit með þeim, nema að veiturnar þjóni matvælafyrirtækjum.
Matvælastofnun hefur umsjón með samræmingu eftirlitsins, þannig að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu og skal sjá um að vöktun og rannsóknir vegna þess séu framkvæmdar.
- Reglugerðu um neysluvatn er innleiðing á tilskipun ráðsins (EB) um gæði neysluvatns.
- Reglugerð um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn er innleiðing á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar um skrá yfir innihaldsefni ölkelduvatns, styrkleikamörk þeirra og kröfur sem eru gerðar um merkingar vegna þeirra og skilyrði fyrir notkun ósonauðgaðs lofts við meðhöndlun ölkelduvatns og uppsprettuvatns.
Ítarefni
- Eftirlit með neysluvatni
- Sýnataka á neysluvatni
- Sýnatökuseðill - Matís
- Sýnatökuseðill - Sýni - Örverumengað neysluvatn – viðbrögð stjórnvalda og upplýsingar til almennings
- Þegar sjóða þarf neysluvatn
- Upplýsingar um geislun neysluvatns
- Hagnýting og markaðssetning ölkelduvatns
- Bæklingur um litlar vatnsveitur
- Vatnsveituhandbók Samorku
- Gæði neysluvatns á Íslandi 2002-2012
- Eftirlit með neysluvatni 2017-2019
- Eftirlit með neysluvatni 2020-2022
- Leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um gæði neysluvatns
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um lög og reglur
- Notkun á sjó við vinnslu sjávarafurða