Skráargatið
Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.
Hér er að finna upplýsingar fyrir matvælaframleiðendur um hvað felst í Skráargatinu og hvaða skilyrði gilda um notkun þess.
Hvað felst í Skráargatinu?
Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.
Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði varðandi samsetningu næringarefna:
Skráargatsmerktar vörur eru því næringarlega séð betur samsettar m.t.t. þessara næringarefna en aðrar vörur í sama flokki sem uppfylla ekki skilyrði til að bera merkið.
Skráargatið setur sérstök lágmarkskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu í 33 matvælaflokkum. Skilyrðin eru mismunandi eftir matvælaflokkum en þá má draga saman í eftirfarandi flokka:
- Grænmeti, ávextir, ber og hnetur
- Mjöl, korn og hrísgrjón
- Grautar, brauð og pasta
- Mjólk, sýrðar mjólkurvörur og jurtavakostir
- Ostar og jurtavakostir
- Fita, fitublöndur og olíur
- Fiskur, skelfiskur og vörur úr fiski
- Kjöt, unnar kjötvörur og kjötafurðir
- Jurtavörur
- Tilbúnir réttir, samlokur, súpur o.fl.
- Salatsósur og sósur
Skráargatið er yfirleitt hægt að finna á umbúðum matvara en merkið er líka hægt að nota á ópakkaðan fisk, ávexti, ber, kartöflur og grænmeti. Við markaðssetningu forpakkaðra matvara fylgir almenn krafa um næringargildismerkingu. Þetta á þó ekki við ópakkaðar matvörur.
Framleiðendum og innflytjendum er frjálst að nota Skráargatið á þær vörur sem uppfylla skilyrðin til að bera merkið.
Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur er Skráargatið hvatning fyrir matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðlar þannig að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Þannig getur Skráargatið stuðlað að heilsusamlegu mataræði sem er í samræmi við opinberar ráðleggingar um mataræði.
Á Íslandi standa Matvælastofnun og Embætti landlæknis á bak við Skráargatið. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga munu sjá um að farið sé eftir reglum um notkun merkisins.
Val þitt á matvörum hefur áhrif á heilsu þína
Veldu
Ítarefni
Hvaða reglur gilda um Skráargatið?
Reglugerð nr. 333/2021 um Skráargatið gildir fyrir notkun merkisins við merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla.
Reglugerðin byggist á 32 matvælaflokkum sem fram koma í viðauka 2 og eru mismunandi skilyrði um innihald eftirfarandi næringarefna fyrir hvern matvælaflokk:
- Fitu (hámark)
- Gerð fitu (hámark mettaðrar fitu)
- Sykurtegundir; heildarsykurinnihald og viðbættar sykurtegundir (hámark)
- Salt (hámark)
- Trefjar (lágmark)
Fjöldi skilyrða í matvælaflokkunum er breytilegur eftir því hvað á við í viðkomandi matvælaflokki og út frá mikilvægi matvælaflokksins fyrir mataræðið. Í sumum matvælaflokkum eru einnig sett skilyrði um hlutfall af heilkorni og/eða kartöflum og grænmeti ásamt orkuinnihaldi.
Skráargatið má nota á matvæli ef þau uppfylla sértæku skilyrðin sem gilda fyrir hvern matvælaflokk sem og önnur almenn skilyrði reglugerðarinnar sem eru sameiginleg og gilda fyrir alla 32 matvælaflokkana.
Skráargatið má ekki nota á matvæli sem innihalda:
- sætuefni (aukefni),
- samþykkt nýfæði og ný innihaldsefni með sætueiginleika,
- plöntusteróla, plöntusterólestera, plöntustanóla eða plöntustanólestera,
- meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum af heildarfitumagni,
Auk þess má ekki merkja matvæli, sem sérstaklega eru ætluð ungbörnum og smábörnum undir 3 ára aldri, með Skráargatinu.
Nánari upplýsingar um skilyrði og kröfur sem gilda um Skráargatið er að finna í Skráargatsreglugerðinni.
Er notkun Skráargatsins leyfisskyld?
Nei, notkun Skráargatsins er ekki leyfisskyld.
Skráargatið er skilgreint sem næringarfullyrðing þar sem að merkið miðlar jákvæðum eiginleikum varðandi ákveðin næringarefni í matvælunum sem það bera. Þess vegna verður merkið að vera í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar á matvælum. Sú reglugerð tók gildi á Íslandi 2010 með reglugerð nr. 406/2010.
Framleiðendum er frjálst að nota Skráargatið svo framarlega sem vörurnar uppfylla öll skilyrðin til að bera merkið og eru í samræmi við gildandi reglugerð.
Ítarefni
Merking og markaðssetning skráargatsmerktra vara
Merking og markaðssetning vara með Skráargatinu skal fylgja reglum sem settar eru fram í Skráargatsreglugerðinni auk annarra reglna sem gilda almennt um matvæli. Fyrirtæki eru sjálf ábyrg fyrir merkingu og markaðssetningu sinna vara.
Fullyrðingar við markaðssetningu, svo sem í auglýsingum, tilkynningum, bæklingum og plakötum í og fyrir utan verslanir eða sjónvarps- og blaðaauglýsingum eru einnig merkingar. Það þýðir að ekki má nota Skráargatið í markaðssetningu og auglýsingum nema heimilt sé að merkja vöruna með Skráargatinu samkvæmt reglugerð.
Leyfilegt er að nota plaköt, hillumerkingar og annað efni til að vekja athygli neytenda á úrvali af skráargatsmerktri vöru. Við notkun á Skráargatinu í markaðssetningu, t.d. við hillumerkingar, skulu viðkomandi matvæli einnig vera merkt með Skráargatinu. Þetta á þó ekki við um ópakkaðan fisk, skelfisk, ávexti og grænmeti,brauð, ost og óunnið kjöt sem uppfylla skilyrði fyrir merkið.
Forpakkaðar og óforpakkaðar matvörur
Skráargatið er mest notað á forpakkaðar vörur. Meginreglan er að merkið skal staðsetja á framhlið umbúða en það má einnig staðsetja annarsstaðar á umbúðum.
Óforpakkaðar matvörur, sem má merkja með Skráargatinu, eru vörur eins og ávextir, ber, kartöflur og grænmeti sem seldar eru í lausri vigt. Sama á einnig við um fisk og skelfisk sem er seldur úr borði og pakkaður er á sölustað og sömuleiðis brauð, ost og óunnið kjöt séu skilyrðin uppfyllt. Þessar vörur má merkja með Skráargatinu t.d. á skilti eða veggspjaldi.
Merking næringargildis
Notkun Skráargatsins í merkingum og markaðssetningu forpakkaðra matvara fylgir krafa um merkingu með næringargildi. Sú krafa á ekki við ópakkaðan fisk, skelfisk, ávextir, kartöflur og grænmeti. Sömuleiðis ekki fyrir ópakkað brauð, ost og kjöt en upplýsingar varðandi grundvöll fyrir notkun Skráargatsins skulu vera aðgengilegar sé þess óskað.
Reglur um næringargildismerkingar þurfa að vera í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 sem innleidd var með reglugerð nr. 1294/2014. Matvælastofnun hefur útbúið sérstakar leiðbeiningar um merkingu næringargildis matvæla og vísað er til þeirra.
Ítarefni
Eftirlit með notkun Skráargatsins
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun fara með eftirlit með Skráargatinu og bregðast við brotum á reglum um Skráargatið. Notkun Skráargatsins er valfrjáls og gjaldfrí, en ávallt verður að uppfylla skilyrðin sem sett eru í reglugerð um Skráargatið.
Eftirlit með notkun Skráargatsins fer fram með reglubundnu eftirliti, úttektum og/eða eftirlitsverkefnum og felst í:
- Skoðun á vöru og merkingum
- Skjalaskoðun
- Sýnatökum til mælinga
Eftirlitsaðilar munu við skjalaskoðun m.a. fara fram á upplýsingar um uppskriftir, hvernig fyrirtækið fékk gildin í næringargildismerkingunni og hvernig það hyggist tryggja og hafa eftirlit með því að merkingarnar séu réttar á vörunum. Eftirlitið getur í staðinn fyrir skjalaskoðunina eða til viðbótar við hana tekið sýni af vörum til efnagreininga.
Það eru matvælafyrirtækin sjálf, þ.e. stjórnendur þeirra, sem bera ábyrgð á að farið sé eftir reglunum um Skráargatið. Það felur líka í sér skyldu til að tryggja og hafa eftirlit með að reglunum sé fylgt.
Hér eru nokkur dæmi um brot á reglum um Skráargatið:
- Villandi eða röng merking og/eða markaðssetning
- Merkið notað á matvörur sem tilheyra ekki skilgreindum matvælaflokkum
- Vara flokkuð í rangan matvælaflokk
- Rangt útlit merkisins
- Sætuefni notað í skráargatsmerkta matvöru
- Of hátt eða lágt innihald af ákveðnum skilgreindum næringarefnum fyrir matvælaflokkinn
Um brot gegn reglugerðinni fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a-e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
Ítarefni
Grafísk hönnun Skráargatsins
Skráargatsmerkið er skrásett vörumerki í eigu sænsku matvælastofnunarinnar Livsmedelsverket. Livsmedelsverket hefur gefið leyfi svo aðrir aðilar geti notað vörumerkið svo framarlega sem farið sé eftir gildandi reglum um það. Vörumerkið Skráargatið á alltaf að líta eins út óháð því hvar það er framsett . Ef merkið er notað án þess að fara eftir reglum er það brot á „vörumerkjalögum“.
Ávallt skal fylgja skilyrðum sem fram koma í reglugerðinni um notkun Skráargatsins. Til að tryggja samræmda og rétta meðferð á hönnun merkisins hafa yfirvöld í Svíþjóð (Livsmedelsverket), Noregi (Helsedirektoratet og Mattilsynet) og Danmörku (Fødevarestyrelsen) útbúið ”hönnunarhandbók” þar sem rétt grafísk hönnun Skráargatsins, hvað varðar lit, stærð o.fl. eru útskýrð og sýnd.
Lógó
Merkið samanstendur af hvítu skráargati á grænum eða svörtum hringlaga grunni. Græni liturinn er aðallitur merkisins og hann skal nota ef mögulegt er. Ef umbúðirnar eru í svart-hvítu má nota svartan grunn. Skráargatsmerkið hefur sömu merkingu hvort sem það er á grænum eða svörtum grunni.
Litakóðar: PMS: 356; Euro: X1X0; CMYK: C:100 M:0 Y:100 K:10
Skráargatsmerkið (logó) má nálgast hér
Autt svæði umhverfis Skráargatið
Ávallt skal vera autt svæði umhverfis Skráargatsmerkið. Þar má ekkert annað vera, þ.e. ekki texti eða tákn. Breidd auða svæðisins er ¼ af þvermáli merkisins (4:1). Myndirnar hér að neðan sýna auða svæðið í hvítum lit en svæðið má vera í hvaða lit sem er.
Rétt notkun merkisins
Á umbúðum matvæla skal skráargatið vera hvítt á grænum eða svörtum grunni. Ef bakgrunnur merkisins (þar með talið auða svæðið umhverfis merkið) er í svipuðum eða sama lit og merkið (grænn eða svartur) má setja hvíta útlínu umhverfis merkið til að greina það frá bakgrunnslitnum. Þannig að ef grænt skráargatsmerki er á grænum bakgrunni má setja hvíta línu umhverfis merkið. Útlínan má ekki vera í öðrum lit, t.d. svört. Skráargatsmerkið má eingöngu nota í þeim litatónum sem skilgreindir eru.
Röng notkun merkisins
Skráargatið í merkinu á að vera hvítt en má ekki vera í öðrum lit, t.d. grátt eða gegnsætt þannig að bakgrunnslitur umbúðanna skíni í gegn. Eins má ekki nota annan lit en grænan eða svartan í hringinn umhverfis hvíta skráargatið. Ekki má nota einstaka hluta merkisins fyrir sig eða sameina þá öðrum hlutum sem ekki tilheyra merkinu. Aldrei má setja svarta línu umhverfis skráargatið sjálft í merkinu.
Nokkur dæmi um ranga notkun Skráargatsmerkisins eru eftirfarandi:
Slagorð Skráargatsins „Einfalt að velja hollara“ má ekki nota á umbúðum matvara. Slagorðið er eingöngu leyfilegt að nota í almennri markaðssetningu Skráargatsins.
Notkun merkisins og staðsetning þess á umbúðum vöru
Algengast er að Skráargatið sé staðsett á framhlið vöru en það má einnig vera annarsstaðar á umbúðum.
Í sumum tilfellum má merkja óforpakkaðar vörur með Skráargatinu, t.d. allar tegundir af óunnum ávöxtum og grænmeti, brauð, óunnið kjöt og hráan fisk. Við kynningu á skráargatsmerktum vörum þarf að hafa í huga að ekki sé notuð of víðtæk merking eins og t.d. plaköt með Skráargatinu fyrir ofan grænmetisborð þar sem einnig eru möndlur eða aðrar vörur sem ekki falla undir reglurnar um Skráargatið. Það gæti verið villandi fyrir neytendur.
Nota má plaköt, hillumerkingu og annað efni til að vekja athygli neytenda á úrvali af skráargatsmerktri vöru. Við notkun á Skráargatinu í markaðssetningu, t.d. við hillumerkingar, skulu viðkomandi matvæli einnig vera merkt með Skráargatinu.
Ítarefni
Saga Skráargatsins og norrænt samstarf
Skráargatið hefur verið í notkun í Svíþjóð frá árinu 1989 og varð að samnorrænu merki þegar það var tekið upp með reglugerð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku þann 17. júní 2009. Ísland gerðist aðili að samstarfinu og innleiddi sömu reglugerð um notkun Skráargatsins þann 12. nóvember 2013. Uppfærð reglugerð um Skráargatið tók gildi um leið og ný upplýsingareglugerð EB nr. 1169/2011, þ.e. þann 13. desember 2014.
Livsmedelsverket (Svíþjóð), Fødevarestyrelsen (Danmörku), Helsedirektoratet og Mattilsynet (Noregi) og nú Embætti Landlæknis og Matvælastofnun standa í sameiningu að Skráargatinu og því má segja að það sé opinbert samnorrænt merki.
Sameiginlegt norrænt fyrirkomulag er kostur fyrir neytendur, iðnað og verslun. Margar stórar matvælakeðjur og framleiðendur hafa starfsemi í fleiru en einu Norðurlandanna auk þess sem mikil viðskipti eru á milli landanna. Fyrirkomulag merkisins er einnig talið styrkja skoðanaskipti milli neytendasamtaka, atvinnugreina og yfirvalda.
Endurskoðun reglugerðar
Mikilvægt er að leggja áherslu á að Skráargatsreglugerðin er lifandi reglugerð og því er það mikilvægt að skilyrðin séu sett þannig að þau hvetji til vöruþróunar. Yfirvöld munu endurskoða matvælaflokka og skilyrði Skráargatsins þegar þekking á næringu og/eða breytingar á matvælamarkaði gefa tilefni til. Þetta er mikilvægt til þess að tryggja að Skráargatið geti einnig hjálpað neytendum framtíðarinnar að velja það sem betra er innan hvers matvælaflokks.
Reglugerð um notkun Skráargatsins er endurskoðuð reglulega en fulltrúar Matvælastofnunar og Embættis landlæknis tóku þátt í endurskoðuninni fyrst sem áheyrnarfulltrúar en síðar með fullri aðild að samstarfinu.
Gildistaka að nýrri reglugerð
Nýjasta uppfærsla á reglugerð um skráargatið tók gildi 11.mars 2021 með reglugerð 333/2021.
Skráargatið í 25 ár
- 1989 Skráargatið er formlega sett af stað í Svíþjóð.
- 2009 Skráargatið verður að sameiginlegu merki í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
- 2011 Endurskoðun á reglugerð um Skráargatið hefst á haustmánuðum.
- 2013 Ísland innleiðir reglugerð um Skráargatið þann 12. nóvember.
- 2014 Ný reglugerð um Skráargatið tók gildi 13. desember.
- 2015 Núverandi og ný, endurskoðuð reglugerð munu gilda samhliða hvor annarri.
- 2016 Nýja, endurskoðaða reglugerðin um Skráargatið mun gilda ein frá 1. janúar.
- 2021 Ný og endurskoðuð reglugerð um skráargatið tók gildi 11. mars 2021.
Ítarefni
Listi yfir Skáargatsmerktar vörur
Listi hér að neðan sýnir vörur sem bera merki Skráargatið sbr. reglugerð nr. 333/2021 og tilkynntar voru til Matvælastofnunar, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 406/2010 um næringar- og heilsufullyrðingar. Þessi listi er eingöngu til upplýsinga en segir ekki til um réttmæti vörunnar né er samþykki Matvælastofnunar fyrir hinni tilkynntu vöru.
Eftirlit á Íslandi er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar og skulu ábendingar, ef einhverjar eru, berast til Matvælastofnunar og/eða heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.
Framleiðandi | Matvæli | Matvælaflokkur skv. reglugerð 428/2015 |
Ferskar kjötvörur | Bónus lúxusskinka | 24c |
Bónus reykt lúxusskinka | 24c | |
Gæðabakstur | Heilkorna flatkökur | 8a |
Heilkornabrauð | 8a | |
Heilkorna kubbur | 8a | |
Heilkorna rúgbrauð | 8b | |
Bónus Heilkorna rúgbrauð | 8b | |
Heilkorna pizzadeig | 8b | |
Orkukubbur fjölkornabrauð | 8b | |
Breiðholtsbakarí kraftbrauð | 8b | |
Myllan | Myllan Lífskorn m/tröllahöfrum og chia fræjum | 8b |
Myllan Lífskorn, sesamfræ og hörfræ | 8b | |
Myllan Lífskorn, rúgur | 8b | |
Myllan Lífskorn - heilkornabollur | 8b | |
Myllan Lífskornsbollur m/höfrum og chia fræjum | 8b | |
Myllan Maltbrauð | 8b | |
Myllan maltbrauð SSB | 8b | |
Myllan Danskt rúgbrauð | 8b | |
Myllan Bæjarasólkjarnabrauð | 8a | |
Myllan Speltbrauð | 8a | |
Myllan Heilkona brauð | 8a | |
Myllan Orkubrauð | 8a | |
Bónus Heilkornabrauð | 8a | |
Bónus Spelt Pizzadeig | 8a | |
FERSKT PIZZADEIG SPELT Hagkaup | 8a | |
Ísfugl | Kjúklingaleggir | 23 |
Kjúklingalæri | 23 | |
Kjúklingabringur | 23 | |
Kjúklingaleggir Mexico | 24a | |
Kjúklingalundir, lausfrystar | 23 | |
Kjúklingalæri, lausfryst | 23 | |
Kjúklingaleggir, lausfrystir | 23 | |
Kjúklingabringur, lausfrystar | 23 | |
Alifuglahakk | 23 | |
Kalkúnabringur | 23 | |
Kalkúnabringur frystivara | 23 | |
kalkúnalæri úrbeinuð | 23 | |
Kalkúnastrimlar | 23 | |
Kalkúnahakk | 23 | |
Kalkúnalundir | 23 | |
Kalkúnabringa með ostafyllingu | 24a | |
Kalkúnabringa með amerískri fyllingu | 24a | |
Kalkúnabringa með amerískri fyllingu, frosin | 24a | |
Kalkúnagrillsneiðar með íslensku jurtakryddi | 24a | |
Katla matvælaiðja | Heilkornabrauð | 8a |
Kjarnafæði | Skinka 1. fl. | 24c |
Pizzuskinka | 24b | |
Hamborgarhryggur í sneiðum | 24c | |
Kjúklingaálegg | 24b | |
Kjúklingaálegg léttreykt | 24b | |
Léttreykt brauðskinka | 24b | |
Krakkabúðingur | 24b | |
Kjarnapylsa 500 gr | 24b | |
Mjólka | Sýrður rjómi fimm | 14a |
MS | Undanrenna 1 ltr | 11a |
Fjörmjólk 1 ltr | 11a | |
Kotasæla 200 g | 18 | |
Létt AB mjólk | 12a | |
Létt súrmjólk hrein | 12a | |
Ísey skyr hreint | 12a | |
Ísey skyr jarðarberja skvísur 125 g | 13a | |
Ísey skyr bláberja skvísur 125 g | 13a | |
Ísey skyr banana skvísur 125 g | 13a | |
Ísey skyr vanillu skvísur 125 g | 13a | |
Góðostur 17% | 16 | |
Norðlenska | Skinka reykt | 24c |
Skinka | 24c | |
Silkiskorin Skinka | 24c | |
Hunangsskinka | 24c | |
Silkiskorin Hunangsskinka | 24c | |
Hamborgarhryggur í sneiðum | 24c | |
Kjúklingaálegg | 24c | |
Silkiskorið Kjúklingaálegg | 24c | |
Roast Beef í sneiðum | 24c | |
Reykjagarður | Heimshorn Holta - Saffran kjúklingabringur | 24a |
Heimshorn Holta - Argentínu kjúklingabringur | 24a | |
Heimshorn Holta - Tandoori kjúklingabringur | 24a | |
Heimshorn Holta - Tandoori kjúklingabringur | 24a | |
Heimshorn Holta - Fajitas kjúklingabringur | 24a | |
Heimshorn Holta - Barbecue kjúklingabringur | 24a | |
Holta Kjúklingabringur | 23 | |
Holta Kjúklingalundir | 23 | |
Holta Kjúklingaleggir | 23 | |
Holta Kjúklingalæri | 23 | |
Holta Læri með legg | 23 | |
Holta úrbeinuð læri skinnlaus | 23 | |
Ferskur Bónuskjúklingur - Kjúklingabringur | 23 | |
Sild og fiskur | Ali Grísagúllas | 23 |
Ali Grísakjöt læri strimlar | 23 | |
Ali Grísasnitsel | 23 | |
Grísalundir | 23 | |
Ali lúxus skinka | 24c | |
Ali skinka | 24c | |
Ali skinka, silkiskorin | 24c | |
Ali skinkustrimlar | 24c | |
Ali hunangsskinka | 24c | |
Ali hunangsskinka, silkiskorin | 24c | |
Ali skinka reykt | 24c | |
Ali skinka reykt silkiskorin | 24c | |
Bónus silkiskorin skinka | 24c | |
Bónus silkiskorin skinka reykt | 24c | |
Sláturfélag Suðurlands | Fituminni lifrakæfa | 24b |
SS Léttar vínarpylsur | 24b | |
SS skinka | 24c | |
SS Hunangsskinka í sneiðum | 24c | |
SS Beikonskinka í sneiðum | 24c | |
SS brauðskinka í sneiðum | 24c | |
SS silkiskorin brauðskinka | 24c | |
SS brauðskinka 232 gr | 24c | |
SS Hamborgarhryggur í sneiðum | 24c | |
SS pestóskinka í sneiðum | 24c | |
Búr sparskinka lt. 10 sn | 24c | |
Búr brauðskinka 12 sn. Lsk | 24c | |
Búr brauðskinka 2x18 sn lt. | 24c | |
Roast beef lt. | 24c | |
Roast beef 125 gr lsk box | 24c | |
SS kjúklingaálegg í sneiðum | 24c | |
Sviðasulta í sneiðum | 24c | |
Sómi | Sómi Hyrnur - Kjúklingur | 28 |
Sómi Samloka - Heilsubiti | 28 |