Fara í efni

Lífræn framleiðsla

Lífræn ræktun eða lífrænn búskapur er sérstakt form landbúnaðar sem leggur sterkar áherslur á umhverfisvernd og dýravelferð. Þó afurðirnar virðist eins getur margt í ferlinu við ræktun/framleiðslu verið mjög ólíkt. Kröfur til lífræns landbúnaðar eru skilgreindar í reglugerð og voru núgildandi reglur innleiddar á Íslandi árið 2017 úr ESB löggjöf. Til að mega kalla afurðir sínar lífrænt ræktaðar og merkja þær með merki lífrænnar vottunar verður bóndi/framleiðandi að hafa vottun frá faggildri vottunarstofu.  

Lífrænt vottuð matvæli 

Matvæli má einungis merkja eða auglýsa sem lífræn eða geta um lífræn innihaldsefni í innihaldslýsingu þegar hráefnin koma frá býli sem hefur vottun á sinni ræktun frá til þess hæfri vottunarstofu. Hver sem er getur framleitt lífrænt vottuð matvæli, svo fremi aðilinn uppfylli skilyrðin sem sett eru í löggjöfinni og hafa fengið vottun frá vottunarstofu.  

Lífræn vottun og eftirlit er hjá sjálfstætt starfandi vottunarstofum sem hefur faggildingu Einkaleyfastofunnar. Vottunarstofan Tún er eini aðilinn sem hefur faggildingu til að votta lífræna framleiðslu á Íslandi. 

lógó Tún

Lífræn vottun fyrirtækja og innflytjenda 

Meginreglan er að allir aðilar sem rækta, framleiða, útbúa, geyma eða flytja inn lífrænt vottaðar vörur eða setja þær á markað sem lífrænar verða að vera skráðir og með vottun á starfsemi sinni frá faggildri vottunarstofu. Þetta kemur skýrt fram í 28.gr reglugerðar EU/834/2007.

Undanþága frá þessu er þeir aðilar sem eingöngu selja forpakkaðar lífrænar vörur, ef þeir taka engan þátt í að pakka, útbúa eða flytja inn vörurnar, þ.e. smásala. Vottunarstofan Tún heldur utan um vottunarskrá.  

Undanþágur

Í reglugerð 477/2017 um lífræna ræktun er að finna ýmsar heimildir til veitingar undanþágu frá reglum um lífræna ræktun.
Vottaðir aðilar og aðilar í aðlögun að lífrænni ræktun geta sótt um undanþágu í gegnum þjónustugátt Mast umsokn.mast.is Tveir umsóknarferlar eru þar:

4.40 „Umsókn um notkun á hefðbundnu fræi eða útsæði til lífrænnar ræktunar“ 
4.41 „Umsókn um undanþágu skv. heimild í reglum um lífræna framleiðslu“

Alltaf skal bíða með sáningu þar til undanþága hefur fengist. Ef það er ekki gert, gæti komið til þess að viðkomandi uppskera missi vottun.

Merkingar  

Matvæli má eingöngu merkja eða auglýsa sem „lífræn“ eða geta um lífræn innihaldsefni í innihaldslýsingu þegar þau hafa fengið vottun sem lífræn af vottunarstofu sem hlotið hefur faggildingu frá Einkaleyfastofu. Almennar kröfur um matvælaöryggi og merkingar sem gilda um matvælaframleiðslu gilda einnig um lífræn matvæli. Þar með talið að merkingar á umbúðum mega ekki vera villandi eða nota fullyrðingar um hollustu eða næringargildi nema þær uppfylli kröfur í reglugerð um notkun næringar- og heilsufullyrðingar. 

Evrópska LAUFIÐ, merki lífrænnar vottunar 

Evrópska laufið

Með reglugerð 477/2017 sem innleiðir EB/847/2007 og EB/899/2008 í íslenska löggjöf mega Íslenskir framleiðendur nú nota Evrópska merki lífrænnar ræktunar ef þeir uppfylla skilyrðin sem sett eru í löggjöfinni og hafa fengið vottun frá faggildri vottunarstofu.

Merkinu var breytt árið 2010 og er núgildandi gerð merkisins að finna í breytingareglugerð EB/271/2010 sem er hér í íslenskri þýðingu.

Lífrænt vottað fiskeldi  

Á Íslandi er enn ekkert fiskeldi með lífræna vottun né að vinna í aðlögun að lífrænni vottun. Það er þó mögulegt að ala fisk og fylgja áherslum lífrænnar ræktunar hér á landi sem snúa að umhverfisvernd og dýravelferð. Reglur um lífrænt fiskeldi er að finna í breytingareglugerðum og til að glöggva sig á þeim er því nauðsynlegt að skoða breytingareglugerð EB/710/2009 eða uppfærðu gerðina á ensku

Framkvæmd eftirlits

Yfirlit yfir löggjöf um lífræna vottun 

Áhugaverðir tenglar

Uppfært 07.09.2022
Getum við bætt efni síðunnar?