Framleiðsla undir smáræðismörkum
Reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja er ætlað að ná yfir margvíslega markaðssetningu á matvælum, t.d. basara þar sem heimatilbúin matvæli er seld, veitingasölu hjá félagasamtökum og íþróttafélögum á hátíðum og kappleikjum og sölu á matjurtum og villibráð í litlu magni.
Reglugerðin tekur til:
- sölu eða afhendingu matvæla þar sem starfsemin er ekki samfelld heldur tilfallandi, lýtur ekki sérstöku skipulagi og er ekki rekin í eigin hagnaðarskyni.
- sölu á frumframleiðsluvörum úr jurtaríkinu sem framleiddar eru í litlu magni og markaðssettar eru beint til neytenda eða staðbundinna smásölufyrirtækja
- frumframleiðenda sem eru ekki með samfellda starfsemi eða sérstakt skipulag.