Innflutningur fæðubótarefna
Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem þeir sem hyggjast flytja inn fæðubótarefni til sölu/dreifingar, þurfa að huga að áður en innflutningur hefst.
Innflutningur fæðubótarefna - listi yfir bannaðar vörur
Starfsleyfi
Allir þeir sem flytja inn fæðubótarefni til markaðssetningar og dreifingar skulu hafa starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti í samræmi við 9. g r. laga nr. 93/1995, um matvæli. Starfsleyfi skal fengið áður en innflutningur hefst. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um eftirlit með fæðubótarefnum og starfsleyfi.
Eru innihaldsefni í vörunni leyfileg?
Vítamín og steinefni
Athuga þarf hvort vítamín og steinefni sem eru í vörunni séu á lista yfir leyfileg vítamín og steinefni og hvort þau séu á þeim efnafræði formum sem eru leyfileg.
Einnig þarf að athuga hvort magn vítamína eða steinefna í þeim daglega neysluskammti sem ráðlagður er á umbúðum vörunnar sé ekki hærra en efri öryggismörk fyrir vítamín og steinefni.
Hér má finna nánari upplýsingar um vítamín og steinefni í fæðubótarefnum.
Önnur innihaldsefni en vítamín og steinefni
Athuga þarf hvort varan inniheldur
- Ekki efni sem eru skilgreind sem lyf (t.d. Glúkósamín, Melatónín eða CBD), sjá hérna.
- Glúkósamín er leyfilegt í fæðubótarefni allt að hámarki 1178 mg/dag (hreint form efnis).
- Önnur efni en vítamín og steinefni séu í þeim magni sem koma fram í leiðbeiningarlista er varða efni Matvælastofnunar. Sjá nánar hérna.
- Koffín sé innan hámarksgildis í fæðubótarefnum (300 mg í dagskammti). Ef koffínmagn er yfir hámarki þarf að sækja um leyfi áður en innflutningur hefst.
Er fæðubótarefnið dýraafurð?
Þá eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla um innflutning á dýraafurðum frá ríkjum innan EES og utan EES.
Nootropics og hættuleg efni
- Innflutningur á Nootropics - efni sem sögð eru örva heilastarfsemi ásamt listi yfir hættuleg og óleyfilegt efni í fæðubótarefnum. Sjá hérna.
Annað
Að lokum skal nefna að það eru nokkur önnur atriði sem innflytjendur þurfa að huga að áður en þeir markaðssetja vöru t.d. að almennar merkingar og sérmerkingar fæðubótarefna séu í samræmi við reglur, að því að fullyrðingar, sem notaðar eru í markaðssetningu, uppfylli reglur og hvort aukefni sem notuð eru í vöruna eru leyfileg. Helstu lög og reglur sem varða fæðubótarefni - sjá Lög og reglugerðir.