Fara í efni

Viðbrögð við dýrasjúkdómum

Hver sem fær grun um alvarlegan dýrasjúkdóm skal án tafar hafa samband við dýralækni eða MAST.

Telji dýralæknir að um tilkynningarskyldan sjúkdóm geti verið að ræða skal hann tafarlaust gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins, tilkynna um gruninn til Matvælastofnunar og fylgja í kjölfar þess leiðbeiningum hennar um sýnatökur og frekari aðgerðir.

Eftir að MAST hefur móttekið tilkynningu um grun eða staðfestingu á alvarlegum dýrasjúkdómi, metur viðbragðsteymi stofnunarinnar málið og virkjar viðbragðsáætlun stofnunarinnar ef það telur ástæðu til.

Viðbragðsáætlun MAST vegna alvarlegra dýrasjúkdóma, fjallar um hvernig bregðast skuli við þegar upp kemur grunur eða staðfesting liggur fyrir um tilkynningarskyldan sjúkdóm sem tilgreindur eru í 2. og 3. grein reglugerðar nr. 52/2014, áður óþekktan smitsjúkdóm í dýrum hér á landi eða annan alvarlegan sjúkdóm, svo sem eitrun.

Í viðbragðsáætluninni er dregið upp það ferli sem unnið er eftir við uppkomu sjúkdóma sem áætlunin tekur til, en ekki er tilgreint sérstaklega hvernig brugðist skuli við einstökum sjúkdómum.

Ákvarðanir um aðgerðir byggjast á fjölmörgum þáttum sem geta verið ólíkir í hverju tilfelli fyrir sig og þá helst eðli sjúkdómsins, dýrategund og aðstæður á þeim stað sem dýrin dvelja.

Misjafnt er hverjir og hversu margir koma að viðbrögðum við alvarlegum dýrasjúkdómum. Það fer m.a. eftir umfangi málsins, eðli sjúkdómsins, dýrategund og hvar sjúkdómurinn kemur upp. Í viðbragðsáætluninni er aðeins fjallað um hlutverk dýraeigenda eða umráðamanna þeirra, sjálfstætt starfandi dýralækna og starfsfólks MAST.

Viðbragðsáætlun

Stuðningsskjöl

Afrísk svínapest

Fuglainflúensa (fuglaflensa)

Fuglakólera

Gin- og klaufaveiki

Hestainflúensa

Kúariða

Kverkeitlabólga

Riða

Salmonella í alifuglum

Svínapest

Veiruskita í mink

Ýmis stuðningsskjöl

 Skýrslur um æfingar og vinnustofur

BÍÓ 2019: Æfing í ákvarðanatöku og framkvæmd sóttvarnaráðstafana

FUGLAR 2021: Vinnustofa um fyrstu viðbrögð við grun um skæða fuglaflensu í alifuglum

NIÐURSKURÐUR 2021: Vinnustofa og æfing í gerð áætlunar um niðurskurð á nautgripum, sauðfé og svínum 

HÆTTA 2022: Vinnustofa um hlutverk MAST í tengslum við ýmis konar hættuástand sem ógnar heilbrigði og velferð dýra

KISTAN 2023: Vinnustofa um búnað fyrir sóttvarnir, sýnatökur og sendingu sýna í tengslum við alvarlegan smitandi dýrasjúkdóm

GÆLUR 2023: Æfing í fyrstu viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómi í hundum

Uppfært 10.01.2025
Getum við bætt efni síðunnar?