Samstarfsnefnd um sóttvarnir (SSUS)
Í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir (SSUS), sbr. 11. gr. sóttvarnarlaga, nr. 19/1997, sitja sóttvarnalæknir, sem jafnframt er formaður, tveir fulltrúar tilnefndir af Matvælastofnun (annar sérfróður um matvælaöryggi og hinn um smitsjúkdóma í dýrum), einn frá Geislavörnum ríkisins og tveir frá Umhverfisstofnun (annar sérfróður um matvælaöryggi og hinn um eiturefni).
Hlutverk nefndarinnar er að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna.
Nefndinni er heimill aðgangur að nauðsynlegum gögnum og öllum stöðum sem hún telur nauðsynlegt að skoða og getur fengið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf. Nefndin skal gefa öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, matvælum og umhverfi fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða til að uppræta hættu af völdum smits, eiturefna eða geislavirkra efna.