Fara í efni

Matargjafir

Þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum er sóað. Með því að draga úr matarsóun má vernda umhverfið, nýta betur auðlindir og spara fé. Draga má úr óþarfa sóun með því að breyta umgengni okkar við matvæli. Sjá nánar um matarsóun undir verkefninu Saman gegn sóun.

Hægt er að minnka matarsóun með því að endurúthluta mat. Við endurúthlutun eru umframmatvæli frá matvælafyrirtækjum gefin til að koma í veg fyrir matarsóun. Reglur (kröfur) sem gilda um matvæli almennt, gilda líka um matvæli sem eru gefin. Matvæli verða að vera örugg til neyslu, með réttum upplýsingum þar sem við á og rekjanleiki þeirra tryggður.

Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir matvælafyrirtæki sem gefa matvæli og góðgerðasamtök sem taka á móti matvælagjöfum og deila þeim áfram til neytenda. Styðjast má við leiðbeiningarnar við ákvarðanatöku um matvælagjafir með það að markmiði að tryggja öryggi matvæla.

Uppfært 18.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?