Tilkynningaskylt svínahald
Reglugerð um velferð svína kveður á um úttektarskyldu Matvælastofnunar á svínahaldi. Umráðamanni slíkrar starfsemi ber að tilkynna starfsemina til Matvælastofnunar eigi síðar en þremur mánuðum áður en áætluð starfsemi hefst. Tilgangur úttektarinnar er að Matvælastofnun geti staðfest að skilyrði varðandi húsakost, búnað og þekkingu sem tilgreind eru í reglugerð um velferð svína séu uppfyllt. Einnig skal tilkynna ef breytingar á starfsemi eiga sér stað.
Tilkynninga- og úttektarskylt svínahald er eftirfarandi:
- Svínarækt með fleiri en 2 fullorðin svín á hverjum tíma.
- Svínarækt með fleiri en 20 grísi í uppeldi á hverjum tíma.
Leiðbeiningar fyrir svínahald sem er ekki tilkynninga- og úttektarskylt
Bændur sem ala dýr til manneldis eru matvælafyrirtæki, þar með talið svínabændur í kjötframleiðslu. Almenna reglan er að öll matvælafyrirtæki skulu hafa starfsleyfi Matvælastofnunar.