Útflutningur á heyi
Útflutningur á heyi til landa innan EES
Bændur sem flytja út hey frá Íslandi til annara landa eiga að vera skráðir hjá Matvælastofnun sem fóðurfyrirtæki. Hey er ekki í frjálsu flæði innan EES. Kröfur um innflutning á heyi eru mismunandi milli landa EES.
Útflutningur á heyi til landa utan EES
Nokkuð er um útflutning á heyi til Færeyja sem teljast utan EES. Matvælastofnun hefur eftirlit með útflytjendum og vottar heysendingar og staðfestir að þær uppfylli kröfur færeyskra dýralæknayfirvalda sem eru eftirfarandi:
- Húsdýr skulu ekki ganga á því landi sem notað er til að afla heyjanna.
- Ekki skal borinn húsdýraáburður á túnin.
- Girðingar skulu vera fjár- og dýraheldar.
- Garnaveiki má ekki hafa greinst á býlinu í 10 ár.
- Riða má ekki hafa greinst á býlinu í 20 ár.
- Vélar og tæki sem notuð eru til heyskaparins skulu þvegin og sótthreinsuð eftir tilteknum verklagsreglum.
Bændur sem hyggjast flytja hey til Færeyja skulu hafa samband við Matvælstofnun og óska eftir úttekt á túnum og heyframleiðslu.