Fæðubótarefni
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, skulu fæðubótarefni vera merkt á eftirfarandi hátt, eins og segir í 5. gr. reglugerðar nr. 624/2004:
- Með heitinu "Fæðubótarefni".
- Með heiti þess flokks efnis eða efna sem einkenna vöruna.
- Með ráðlögðum daglegum neysluskammti.
- Með varnarorðum um að neyta ekki meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
- Með yfirlýsingu þess efnis að ekki skuli neyta fæðubótarefna í stað fjölbreyttrar fæðu.
- Með yfirlýsingu um að geyma skuli vöruna þar sem börn nái og sjái ekki til.
Auk þess er óheimilt í merkingu, auglýsingu og kynningu fæðubótarefna:
að staðhæfa eða gefa í skyn, að nægilegt magn næringarefna fáist ekki almennt úr rétt samsettri eða fjölbreyttri fæðu.
Þá er óheimilt:
að eigna fæðubótarefnum þá eiginleika að fyrirbyggja, vinna á eða lækna sjúkdóma manna eða gefa í skyn slíka eiginleika.
Fæðubótarefni með koffíni
Fyrir matvæli þ.m.t. fæðubótarefni sem innihalda mikið koffín eða innihalda viðbætt koffín eru sérstakar kröfur um merkingar.
Þær kröfur koma fram í III. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 sem gildir á Íslandi. Athuga þarf að þessar merkingar er skylt að hafa á íslensku, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1294/2014 og eins og kemur fram í töflu að neðan:
Tegund matvæla |
Merking |
Drykkir sem innihalda 150 mg/L af koffíni eða meira (að undanskildum te- og kaffidrykkjum þegar heiti þeirra inniheldur hugtakið „kaffi“ eða „te“).
|
„Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL
|
Matvæli (þ.m.t. fæðubótarefni) (önnur en drykkjarvörur) sem innihalda íblandað koffín í lífeðlisfræðilegum tilgangi. |
„Inniheldur koffín. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 g eða mL. Ef um fæðubótarefni er að ræða skal magn koffíns gefið upp í einum ráðlögðum dagskammti.
|