Ytri úttektir
Úttektir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
Eftirlitsstofnun EFTA ber skylda til þess samkvæmt EES samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríki hans (þ.e EFTA ríkin) innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hann gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis, dýravelferðar o.fl..
Úttektir ESA 2024:
- Eftirfylgni úttekt með öryggi matvæla við kjúklingaframleiðslu sem var framkvæmd 2022 - 13. - 14. febrúar 2024
- Landamærastöðvar (BCPs Border Control Posts) og landamæraeftirlit með innflutningi dýra og matvæla úr dýraafurðum frá 3ju ríkjum - nýjar dagsetningar 17. - 25. september 2024 (28. - 31. maí 2024)
- Öryggi matvæla m.t.t. aðskotefna og örvera (úttekt frestað til 2024 - 17. - 25. september 2024)
Skrifborðsúttektir 2024:
- Landamærastöðvar og landamæraeftirlit með innflutningi dýra og matvæla úr dýraafurðum frá 3ju ríkjum - 21. - 24. maí 2024
- Aðskotaefni - sýnatökuáætlanir vegna efnaleifa (lyfja- og varnarefnaleifa) og mengunarefna - ótímasett
- Mat á frammistöðu eftirlitskerfa með lífrænni framleiðslu með skoðun á gögnum sem Ísland leggur fram - ótímasett
Undirbúningur heimsókna er í höndum samhæfingarsviðs MAST sem veitir nánari upplýsingar ef óskað er en nánari upplýsingar má finna undir flipanum Eftirlitsniðurstöður / Eftirlit ESA.