Innflutningur svínasæðis
Sótt er um leyfi fyrir innflutningi á svínasæði rafrænt á Þjónustugátt Matvælastofnunnar
Skilyrði fyrir innflutningi:
- Með innfluttu svínasæði skal fylgja frumrit af heilbrigðis- og upprunavottorði
- Svínaræktarfélag Íslands (SFÍ) hefur yfirumsjón með innfluttu svínasæði.
- SFÍ afhendir aðeins svínasæði til þeirra svínabúa sem leyfi og aðstöðu hafa til sæðinga.
- Halda skal nákvæma skrá yfir afdrif hvers sæðisskammts.
- Meðhöndla og farga skal notuð sæðisstrá sem sóttmengaðan úrgang.
- Óheimilt er að flytja sæðiskúta á milli svínabúa.
- Kútur sem innfluttur er með djúpfrystu svínasæði skal geymdur á Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands að Þorleifskoti frá afhendingardegi og þangað til búið er að tæma hann.
- Líða skulu hið minnasta 30 dagar frá töku sæðis til notkunar þess og því skal afhending sæðisstráa frá sæðiskút ekki eiga sér stað fyrr en sá tími er liðinn.