Fara í efni

Starfsmarkmið 2025

Framvinda eftirlits

Tafla 1. Frumframleiðsla / eldi dýra. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva[1] tíðni eftirlits og áætlaðan fjölda eftirlitsheimsókna (reglubundið eftirlit).

Tegund starfsemi Fjöldi starfsstöðva Tíðni eftirlits* Eftirlitsþörf 2025 skv. áhættuflokkun*
Alifuglar 59 Annað hvert ár 30
Loðdýr 17 Einu sinni á ári 17
Hross 2.625 Fjórða hvert ár 656
Nautgripir 772 Þriðja hvert ár 257
Sauðfé og geitur 2.379 Þriðja hvert ár 793
Svín 19 Einu sinni á ári 19

*Tíðni eftirlits er ákvörðuð skv. áhættu- og frammistöðuflokkun frumframleiðenda.

  • Markmiðið er að eftirlit með áhættumeiri starfsemi (svín og alifuglar) verði í samræmi við eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun eða 100%
  • Markmiðið er að eftirlit með áhættuminni starfsemi (geitur, sauðfé og hross) verði a.m.k. 55 % af eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun
  • Markmiðið er að eftirlit með áhættuminni starfsemi (nautgripir) verði a.m.k. 70 % af eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun
  • Markmiðið er að eftirlit með fiskeldi og loðdýrum verði í samræmi við eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun eða 100%
  • Mælikvarði: Hlutfall eftirlits af eftirlitsþörf

Auk áhættuflokkunar er við setningu markmiða tekið mið af mannafla og forgangsröðun verkefna eftirlitsfólks, í þessari röð:

  • Bregðast við alvarlegum ábendingum
  • Fylgja eftir alvarlegum frávikum
  • Fylgja eftir frávikum
  • Reglubundið eftirlit

Tafla 2. Matvæla- og fóðurvinnsla. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva [1] og áætlað reglubundið eftirlit í klst.

Tegund starfsemi Fjöldi starfstöðva Áætlað eftirlit 2025. Fjöldi tíma *
ABP** 44 184
Eggjapökkun og eggjavinnsla 8 48
Fiskvinnsla 270 1.587
Fóðurvinnsla*** 42 118
Kjötvinnsla 20 148
Mjólkurvinnsla 10 48
Sláturhús 17 296

*Áætlað eftirlit í fjölda tíma er ákvarðað skv. áhættuflokkunarkerfi fyrir fóður og matvæli úr dýraríkinu.

** Fyrirtæki sem hafa leyfi til að afsetja, flytja eða vinna aukaafurðir dýra.

*** Fyrirtæki sem framleiðir fóður fyrir dýr.

  • Markmiðið er að reglubundnu eftirliti verið sinnt í samræmi við eftirlitsþörf
  • Mælikvarði: Hlutfall eftirlits af eftirlitsþörf

Frágangur á eftirlitsskýrslum

Matvæla og fóðurvinnslur

Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við frávikum er mikilvægt er að eftirlitskýrslur berist fljótt til þeirra að lokinni eftirlitsheimsókn. Þegar skýrslu er lokað sendist hún sjálfkrafa til eftirlitsþega. Markmiðið er að eftirlitsskýrslum verði lokað innan 7 virkra daga frá framkvæmd eftirlits.

  • Markmiðið er að a.m.k 90 % eftirlitsskýrslna sé lokað innan 7 virkra daga
  • Mælikvarði: Fjöldi eftirlitskýrslna sem er lokað innan 7 virkra daga sem hlutfall af útgefnum skýrslum

Frumframleiðsla

Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við alvarlegum frávikum er mikilvægt að eftirlitskýrslur berist fljótt til eftirlitsþega að lokinni eftirlitsheimsókn

  • Markmiðið er að 95% eftirlitskýrslna með alvarleg frávik sé lokað innan 5 virkra daga
  • Markmiðið er að 90 % eftirlitsskýrslna án alvarlegra frávika sé lokað innan 10 virkra daga
  • Mælikvarðar:
    • fjöldi eftirlitsskýrslna með alvarleg frávik sem er lokað innan 5 virkra daga sem hlutfall af skýrslum með alvarleg frávik
    • fjöldi eftirlitsskýrslna án alvarlegra frávika sem er lokað innan 10 virkra daga sem hlutfall af skýrslum sem eru án alvarlegra frávika

Boðað/ óboðað eftirlit

Matvæla og fóðurvinnsla

Reglubundið eftirlit skal að öllu jöfnu fara fram án nokkurs fyrirvara þ.e. vera óboðað.

  • Markmiðið er að meira en 50 % eftirlits með matvælavinnslum og fóðurvinnslum sé óboðað
  • Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað

Frumframleiðsla

  • Markmiðið er að meira en 75 % af eftirlitsheimsóknum í frumframleiðslu sé óboðað
  • Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað

[1] Starfsstöð er staður sem hefur fengið skráningu / starfsleyfi til eldis dýra, starfsleyfi til framleiðslu og/eða dreifingar matvæla og/eða fóðurs. Fyrirtæki getur verið með eina eða fleiri starfsstöðvar.

Uppfært 13.02.2025
Getum við bætt efni síðunnar?