Fara í efni

Ensím

Skylt er að merkja matvæli með innihaldslýsingu þó með ákveðnum undantekningum. Innihaldslýsing á að veita greinargóðar upplýsingar um samsetningu vörunnar. Öll innihaldsefni eiga að vera tilgreind í minnkandi magni eins og þau eru notuð við framleiðslu vörunnar, þó þarf ekki að magnraða innihaldsefnum sem eru minna en 2% af vörunni og mega þau því koma í hvaða röð sem er í lok innihaldslýsingar.

Hvaða matvælaensím teljast ekki til innihaldsefna 

  • Þau sem berast í matvæli einungis vegna þess að þau eru efnisþáttur í hráefnum þeirra og gegna engu tæknilegu hlutverki í lokaafurð (yfirfærsla)
  • Þau sem notuð eru sem tæknileg hjálparefni við vinnslu

Merkingar ensíma í matvælum

Reglur um merkingar ensíma í matvælum er að finna í:

  • Reglugerð nr. 1294/2014 (EB/1169/2011) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda:
    20. grein og C-hluta í VII. viðauka.
    Sjá einnig ákvæði varðandi ofnæmis-og óþolsvalda í lið 1 c) í 9. grein og 21. grein og II. viðauka og 44. grein.
  • Ef matvælaensím er unnið úr erfðabreyttu hráefni þarf að merkja það skv. reglugerð nr. 1237/2014.

Hvernig á að merkja ensím í innihaldslýsingu?

  • Merkja skal þau ensím sem teljast til innihaldsefna matvælanna í innihaldslýsingu.

Þau ensím sem falla í einhvern þeirra flokka sem taldir  eru upp í C-hluti viðauka VII í reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda skal merkja með heiti þess flokks sem við á ásamt sérheiti ensímsins.

  • Dæmi:  Rotvarnarefni (lýsósím) 

Ensím úr ofnæmis- eða óþolsvöldum

Ef ensím á uppruna sinn að rekja til ofnæmis- eða óþolsvalds skal í öllum tilfellum merkja tilvist þess þó það sé einungis tilkomið vegna yfirfærslu eða það er notað sem tæknilegt hjálparefni. Dæmið að ofan gæti þá litið svona út:

  • Dæmi: Rotvarnarefni (lýsósím úr EGGJUM)

 Sjá nánar hér um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda.

Uppfært 02.10.2020
Getum við bætt efni síðunnar?