Gjaldskrá Matvælastofnunar
Gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar, nr. 590/2024.
Tímagjald Matvælastofnunar fyrir þá þjónustu og verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum og reglugerðum og heimilt er að taka gjald fyrir:
- Almennt tímagjald 10.162 kr.
- Tímagjald fyrir heilbrigðisskoðun sláturdýra og tengda þjónustu 8.099 kr.
Greitt er fyrir undirbúning og frágang ásamt tíma sem fer í ferðir fyrir hvert eftirlit eða veitta þjónustu. Greitt er fyrir hvern hafinn stundarfjórðung. Ekki er greitt hærra tímagjald en 1 klst. vegna keyrslu til og frá næstu starfsstöð Matvælastofnunar sem sinnir viðkomandi þjónustu að þeim stað þar sem þjónustuverkefnið fer fram.
Gjaldskrár Matvælastofnunar á vef Stjórnartíðinda
Gjaldskrá frá og með 1. júní 2024:
Eldri gjaldskrár:
- Gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar nr. 392/2022
- Gjaldskrá fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni nr. 391/2022
- Gjaldskrá vegna vinnslu og heilbrigðiseftirlits með hvalaafurðum nr. 390/2022
Sé munur á gjöldum setningu á þessari síðu og í útgáfu Stjórnartíðinda, gildir hið síðarnefnda.