Grænmeti
Hreinlæti er eitt af lykilatriðum við meðhöndlun á grænmeti til að minnka líkur á því að sjúkdómsvaldand bakteríur geti borist í grænmetið. Grænmeti er ræktað í náinni snertingu við mold, og jafnvel lífrænan úrgang, því getur lífleg flóra örvera átt greiðan aðgang. Mikilvægt er því að skola bæði hendur og grænmeti vel fyrir neyslu ásamt því að tryggja að öll áhöld sem eru notuð séu hrein.
Nokkur heilræði um meðferð grænmetis sem nota í ferskt salat:
- Þvoið hendur ávalt vel og vandlega áður en farið er að vinna með matvæli
- Ef sár eru á höndum skal ávalt að nota hanska.
- Veljið ferskt hráefni sem ekki er farið að skemmast.
- Hreinsið allt grænmeti vel og vandlega, fleygið visnuðum blöðum og skerið burt skemmdir eða trénaða hluta.
- Mikilvægt er að skola allt grænmeti vel til að fækka óæskilegum örverum eins og hægt er
- Notið sérstakt skurðarbretti fyrir grænmeti og tryggið að öll áhöld sem notuð eru séu hrein.
- Skorið grænmeti á að geyma í lokuðu íláti við 0-4°C til að tryggja ferskleika en skorið grænmeti hefur takmarkað geymsluþol.