Fara í efni

Lífræn vottunarmerki

Lífræn vottunMatvæli má einungis merkja og markaðssetja sem lífræn þegar hráefnin koma frá býli sem hefur vottun á sinni ræktun frá til þess hæfri vottunarstofu. Hver sem er getur framleitt lífrænt vottuð matvæli, svo fremi aðilinn uppfylli skilyrðin sem sett eru í löggjöfinni og hafa fengið vottun frá vottunarstofu.  

Lífræn vottun og eftirlit er hjá sjálfstætt starfandi vottunarstofum sem hafa faggildingu. Vottunarstofan Tún er eini aðilinn (2020) sem hefur faggildingu til að votta lífræna framleiðslu og sóst eftir að starfa á Íslandi. 

Evrópska „lífræn ræktun“ merkið

Evrópulaufið Lífræn vottun

Íslenskir framleiðendur mega nota Evrópska merki lífrænnar ræktunar ef þeir uppfylla skilyrðin sem sett eru í löggjöfinni og hafa fengið vottun frá faggildri vottunarstofu.  

 

Erlend vottunarmerki

Til að setja megi innflutta vöru á markað sem lífrænt vottaða, verður hún að uppfylla kröfur sem eru jafngildar Evrópureglum. Til að tryggja þetta eru reglur sem allir innflytjendur lífrænt vottaðra matvæla verða að fylgja ef þeir vilja setja vörurnar á markað sem lífrænt vottaðar. Þá skiptir máli hvaðan vörurunar koma. Í reglum EES er búið að skilgreina vottun nokkura landa sem jafngilda Evrópskum reglum. 

  • Argentína
  • Ástralía
  • Kanada
  • Síle
  • Kosta Ríka
  • Indland
  • Ísrael
  • Japan
  • Túnis
  • Suður-Kórea
  • Nýja Sjáland
  • Sviss
  • Bandaríkin 

 Eftirlit og vottun er framkvæmd af yfirvöldum í upprunalandinu. 

Framleiðendur í öðrum löndum þurfa að hafa vottun frá vottunarstofu sem viðurkennd er af ESB og fara í gegnum strangt skjalaeftirlit við komuna til Evrópu. Innflytjendur geta fengið upplýsingar um það ferli hjá Markaðsstofu Matvælastofnunar.

Uppfært 30.04.2024
Getum við bætt efni síðunnar?