Sjúkdómsvaldandi örverur í kjöti á markaði
Matvælaráðuneytið (þá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti) og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur á kjöti á markaði með það að markmiði að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í kjötafurðum þegar neytandinn fær þær í hendur. Sýnatakan fór fram í verslunum og stóð verkefnið yfir í þrjú ár, 2018-2020: