Fara í efni

Vernduð afurðaheiti

Árið 2014 samþykkti Alþingi lög um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, nr. 130/2024, þar sem heimilað er að vísa sérstaklega til uppruna þeirra afurða sem slíkrar verndar njóta, þess svæðis sem þær koma frá eða hefðbundinnar sérstöðu þeirra. Markmið laganna er að veita þeim afurðum sem uppfylla þær kröfur og þau skilyrði sem sett eru um slíkar vörur nauðsynlega lagalega vernd auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Með lögunum er íslenskum framleiðendum gert mögulegt að sækja um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar á grundvelli eins eða fleiri fyrrgreindra atriða. Slík vernd afurða er nýlunda hér á landi en hefur tíðkast um árabil í nágrannalöndum okkar og munu margir kannast við sérmerkta osta frá Frakklandi eða skinku frá Spáni svo dæmi sé tekið. Í reglugerð um skráningu afurðaheita, nr. 596/2016, er kveðið á um umsóknaferlið.

Erlend heiti sem njóta verndar

Samningur milli Íslands og Evrópusambandsins „um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarfurða og matvæla“ tók gildi 1. maí 2016.

Með lögunum er einnig kveðið á um vernd erlendra afurðaheita skv. milliríkjasamningi "um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarfurða og matvæla“. Samningurinn tók gildi 1. maí 2016 eftir að listi yfir þau afurðaheiti sem verndar myndu njóta hafði verið auglýstur með frétt á vef Matvælastofnunar þann 30. júní 2015 og óskað eftir andmælum gegn því að heitin öðluðust vernd á Íslandi. Engin andmæli bárust.

Með gildistöku samningsins hlutu tiltekin afurðaheiti vernd hér á landi. Í viðauka II við samninginn eru vernduðu heitin listuð. Ný heiti geta bæst á listann yfir vernduð afurðaheiti að loknu auglýsingar og andmælaferli.

Íslensk heiti sem njóta verndar

Eftirfarandi íslenskar afurðir hafa verið samþykkt sem verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu:

Merkin

Upprunatilvísun Landfræðileg tilvísun  
 Hefðbundin sérstaða  Protected designation origin  
Protected geographic designation Traditional speciality  

 

Ítarefni


Uppfært 27.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?