Fara í efni

Bragðefni

Skylt er að merkja matvæli með innihaldslýsingu, þó með ákveðnum undantekningum. Innihaldslýsing á að veita greinargóðar upplýsingar um samsetningu vörunnar. Öll innihaldsefni eiga að vera tilgreind í minnkandi magni eins og þau eru notuð við framleiðslu vörunnar, þó þarf ekki að magnraða innihaldsefnum sem eru minna en 2% af vörunni og mega þau því koma í hvaða röð sem er í lok innihaldslýsingar.

Merkingar bragðefna í matvælum

Reglur um merkingar bragðefna í matvælum er að finna:

  • Í D-hluta í VII. viðauka við Reglugerð nr. 1294/2014 (EB/1169/2011) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.  Sjá einnig ákvæði varðandi ofnæmis-og óþolsvalda í lið 1 c) í 9. grein og 21. grein og II. Viðauka og 44. grein.
  • Ef bragðefni er unnið úr erfðabreyttu hráefni þarf að merkja það skv. reglugerð nr. 1237/2014.

Bragðefni í  innihaldslýsingu skulu  tilgreind

  • með orðinu „bragðefni“ eða með sértækara heiti eða lýsingu á bragðefninu, ef bragðefnið fellur undir skilgreiningar  í b-h-lið 2. mgr. 3.gr. reglugerðar ESB nr. 1334/2008 (IS 187/2015).
  • með orðinu „reykbragðefni“ eða „reykbragðefni framleidd úr matvælum eða matvæla grunnefni/um“ (t.d. „reykbragðefni framleitt úr beyki“) ef um er að ræða reykbragðefni, skv. skilgreiningu í f-lið 2. mgr. 3. gr. reglugerðar ESB nr. 1334/2008 (IS 187/2015), sem gefur matvælunum reykt bragð.
  • Ef koffín eða kínín eru notuð sem bragðefni er skylt, skv. reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda að taka það sérstaklega fram í innihaldslýsingu hvert bragðefnið er. Dæmi: „ Bragðefni (koffín)“ eða bara „koffín“.

Notkun orðsins „náttúrulegt“ til að lýsa bragðefnum skal einungis vera í samræmi við 16. gr. reglugerðar ESB nr. 1334/2008 (IS 187/2015).

Merkingar á umbúðum bragðefna

Reglur um merkingar á umbúðum bragðefna er að finna í 14.- 18. gr. reglugerðar ESB nr. 1334/2008 (IS 187/2015).

Uppfært 02.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?