Skrautdúfur & bréfdúfur
Innflutningur á skraut- og bréfdúfum fellur undir lög nr. 54/1990 um innflutning dýra. Matvælastofnun setur innflutningsskilyrði og fer með eftirlit með innflutningnum. Nauðsynlegt er að undirbúa innflutning með góðum fyrirvara. Skilyrðin eru sýnatökur og einangrun í útflutningslandi og einangrun í a.m.k. 4 vikur eftir komuna til landsins. Ítarlegar leiðbeiningar um innflutning skraut- og bréfdúfna:
- Leiðbeiningar um innflutning skraut- og bréfdúfna
- Heimaeinangrun dúfna - úttekt skal fara fram fyrir innflutning
- Vottorð vegna innflutnings skraut- og bréfdúfna - skal berast MAST a.m.k. 5 dögum fyrir innflutning