HS6 í farmskrá frá 1.1.2025
Frá og með 1. janúar nk. skulu farmflytjendur skrá fyrstu sex stafina í tollskrárnúmeri vöru (HS kóða) í farmskrá. Yfirvöldum ber að hafa virkt eftirlit með sendingum til landsins með það að markmiði að tryggja að allar afurðir og vörur frá þriðju ríkjum (utan EES) sem eru eftirlitsskyldar m.t.t. matvælalaga, séu bornar undir eftirlit.
Upplýsingar sem geta skal í farmskrá
5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð kveður á um hvaða upplýsingar ábyrgðarmaður farmskrár skal geta í farmskrá:
Meðferð upplýsinga
Farmskrá skal afhent tollstjóra sem mun svo afhenda Matvælastofnun upplýsingar um eftirlitsskyldar afurðir, þ.e. þær vörur sem falla í þá tollflokka sem stofnuninni ber að hafa eftirlit með.
Möguleiki á undanþágu til 1.1.2026
Krafan um HS kóða í farmskrá mun taka gildi þann 1. janúar 2025. Þrátt fyrir þetta, er tollyfirvöldum heimilt, til 1. janúar 2026, að veita ábyrgðaraðila farmskrár undanþágu frá m-lið 2. tölul. 1. mgr. 5.gr., um að sex stafa tollskárnúmer vöru komi fram í farmskrá, að uppfylltu eftirtöldu skilyrði (sbr. reglugerð nr. 1369/2024 um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006:
Ábyrgðaraðili farmskrár framvísar staðfestingu frá Matvælastofnun, um að stofnuninni sé mögulegt að sinna lögbundnu eftirliti með komu sendinga af dýrum og eftirlitsskyldum afurðum samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerðum nr. 234/2020 og 869/2024, á vegum hans.
Umsókn um undanþágu til 1.1.2026
Farmflytjendur sem hyggjast óska eftir undanþágu skulu sækja um hana í þjónustugátt Matvælastofnunar - umsókn nr. 10.02. Til þess að fá undanþágu frá „HS6“ skulu eftirfarandi skilyrði uppfyllt.
- Upplýsa þarf Matvælastofnun strax eftir brottför um komu sendinga af dýrum og eftirlitsskyldum afurðum frá þriðju ríkjum. Upplýsingarnar skulu berast stofnuninni með rafrænum hætti og tímanlega áður en sendingin kemur til landsins.
- Upplýsingarnar skulu vera aðgengilegar og settar fram með þeim hætti að auðvelt sé að fá greinargóða yfirsýn yfir allar sendingar með dýrum og eftirlitsskyldum vörum.
- Veita skal Matvælastofnun skoðunaraðgang að bókunarkerfi farmflytjanda þannig að stofnunin geti skoðað innihald hverrar sendingar.
- Ábyrgðaraðili skal bera greiða þann aukakostnað sem til fellur vegna undanþágu þessarar.