Tilkynningarskylt sauð- og geitfjárhald
Umráðamannaskipti í sauðfjár- og geitfjárhaldi skal tilkynna til Matvælaráðuneytisins.
- Hver sem ætlar að eignast sauðfé eða geitfé skal tilkynna það til Matvælastofnunar svo tryggt sé að lögbundnar skráningar, merkingar og eftirlit geti hafist. Sjá umsóknareyðublað 2.29 í þjónustugátt á heimasíðu.
- Reglugerð um velferð sauðfjár og geita kveður á um tilkynningarskyldu umráðarmanns sauðfjár og geita sem nota á við gerð auglýsinga, kvikmynda, leiksýninga eða við aðrar aðstæður og/eða í umhverfi sem sauðfé og geitfé er ekki eðlilegt. Ábyrgðarmönnum slíkrar starfsemi ber að tilkynna til Matvælastofnunar fyrirhugaða notkun eigi síðar en 10 dögum áður en hún hefst. Sjá umsóknareyðublað 2.29 í þjónustugátt.
- Óheimilt er að hefja notkun fyrr en skilyrði varðandi húsnæði, búnað, notkun og þekkingu eru uppfyllt og hafa verið staðfest af Matvælastofnun að lokinni úttekt. Tilgangurinn er auðvelda eftirlit með velferð nautgripa. Tilgangurinn er að treysta smitvarnir og viðbrögð við smitsjúkdómum og að auðvelda eftirlit með velferð sauðfjár og geita.