Fara í efni

Löggjöf um lífræna framleiðslu

Ákvæði eru um lífræna framleiðslu í lögum nr. 93/1995 um matvæli og í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Þau komu í stað laga um lífræna landbúnaðarframleiðslu nr. 162/1994 sem voru felld niður í júní 2022 .

Ítarlegar kröfur í lífrænni ræktun og framleiðslu eru settar í reglugerðum og eru þær helstu þessar:

  • Reglugerð nr. 205/2003 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara. Hún innleiðir reglugerð ESB nr. 2018/848 sem tók gildi í Evrópu 1. Janúar 2022 og síðari breytingar á henni.
  • Reglugerð nr. 204/2023 um skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd hvað varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í ESB. Hún innleiðir reglugerð ESB nr. 2021/2325 um að fastsetja samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið.
  • Reglugerð nr. 203/2023 um gildistöku reglugerðar (ESB) 2021/1165 um að leyfa tilteknar vörur og efni til notkunar við lífræna framleiðslu og koma á fót skrám yfir þau. Hún innleiðir reglugerð ESB nr. 2021/1165 sem inniheldur lista í viðaukum yfir leyfð efni, varnarefni, áburðarefni, fóðurhráefni og aukefni í fóður, og aukefni í matvælavinnslu.

Þessar evrópugerðir hafa verið uppfærðar með ýmsum viðbótum og því eru allir hvattir til að opna evrópuútgáfuna á Eur-Lex og finna þar uppfærða (consolidated) útgáfu af reglugerðunum. Þar er einnig hægt að finna reglugerðirnar á öllum tungumálum ESB. 

Reglur sem snúa að ræktun og framleiðslu

Reglugerð 1170/2023 sem innleiðir (ESB) 2020/464 um tilteknar reglur um beitingu reglugerðar (ESB) 2018/848 hvað varðar skjöl sem þörf er á vegna afturvirkrar viðurkenningar á tímabilum vegna aðlögunar, framleiðslu á lífrænum vörum ásamt upplýsingum sem aðildarríki eiga að láta í té. Ítarlegar reglur varðandi búfjárhald og lagareldi, vinnslu matvæla og fóðurs og upplýsingagjöf stjórnvalda varðandi framboð á sáðvöru og lífrænum dýrum.

Reglur um efni og hráefni til framleiðslu eru í einni reglugerð, bæði fyrir ræktun, fóður og matvæli. Reglugerð nr. 203/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/1165 um að leyfa tilteknar vörur og efni til notkunar við lífræna framleiðslu og koma á fót skrám yfir þau. Hún inniheldur lista í viðaukum yfir plöntuverndarvörur, áburðarefni og jarðvegsbætar, fóðurhráefni og aukefni í fóður, hreinsiefni og sótthreinsiefni og aukefni í matvælavinnslu, sem leyfð eru í lífrænni framleiðslu. 

Reglugerð 1235/2023 um sérstakar reglur um undanþágur vegna hamfara eða annarra sérstakra aðstæðna. Innleiðir reglugerð ESB 2020/2146 um viðbætur við (ESB) 2018/848 hvað varðar sérstakar framleiðslureglur við lífræna framleiðslu. 

Gæludýrafóður, sérstök reglugerð um merkingar á lífrænu gæludýrafóðri nr. 616/2024 innleiðir reglugerð ESB nr. 2023/2419

Misleitt sáðvara (heterogenous) er nýjung og er farið sérstaklega yfir reglur um framleiðslu og notkun þess í reglugerð 1192/2023 um gildistöku reglugerðar (ESB) 2021/1189 um viðbætur við reglugerð ESB 2018/848 hvað varðar framleiðslu á plöntufjölgunarefni úr lífrænt ræktuðum misleitum efnivið af tiltekinni ættkvísl eða tegund og setningu þess á markað.

Tímabundnar reglur um próteinfóður sem „ekki er lífrænt“ fyrir lífræn svín og alifugla vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu voru settar 2022 og gilda enn. Sjá reglugerð 1242/2023 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2022/1450 um viðbætur við reglugerð (ESB) 2018/848 hvað varðar notkun á ólífrænu prótínfóðri til framleiðslu á lífrænt öldu búfé vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Reglur sem snúa að eftirliti með lífrænni framleiðslu

Reglugerð 1191/2023 innleiðir (ESB) 2021/771 um viðbætur sem mæla fyrir um sértækar viðmiðanir og skilyrði varðandi athuganir á skjalahaldi innan ramma opinbers eftirlits í lífrænni framleiðslu.

Reglugerð 1171/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/279 um ítarlegar reglur varðandi eftirlit og aðrar ráðstafanir til að tryggja rekjanleika og reglufylgni í lífrænni framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara. Meðal annars stig málsmeðferðar sem rekstraraðili á að fylgja ef upp kemur grunur um að vörur eða efni hafi verið notuð sem ekki hefur verið veitt heimild fyrir. Hvernig skal bregðast við þegar staðfest er að ekki er farið að ákvæðum reglugerða. Aðferðir við eftirlit og lágmarkshlutfall eftirlits og sýnatöku.

Reglugerð 451/2022 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2021/1935 um breytingu á (ESB) 2019/723 hvað varðar upplýsingar og gögn um lífræna framleiðslu og merkingar lífrænt ræktaðra vara sem yfirvöld skulu, árlega leggja fram með því að nota staðlaða fyrirmynd að eyðublaði í OFIS.

Reglugerð 1193/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/2119 um ítarlegar reglur um tilteknar skrár og yfirlýsingar sem krafist er frá rekstraraðilum og hópum rekstraraðila og um tæknilegar aðferðir við útgáfu á vottorðum í TRACES.

Reglugerð 249/2023 innleiðir (ESB) 2023/1195 um reglur varðandi einstök atriði og snið upplýsinga sem aðildarríki skulu láta í té um niðurstöður úr opinberum rannsóknum á tilvikum mengunar af völdum vara eða efna sem eru ekki leyfð til notkunar við lífræna framleiðslu. 

Reglur sem snúa að viðskiptum með lífrænar vörur

þ.m.t. innflutningi frá þriðju löndum.

Reglugerð 204/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt (ESB) 2018/848 skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd undir greinum 33(2) og (3) í reglugerð þingsins nr. 834/2027 vegna innflutnings á lífrænum vörum inn í ESB.

Reglugerð 1237/2023 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2021/1698 um viðbætur við reglugerð ESB 2018/848 hvað varðar kröfur um málsmeðferð er varða viðurkenningu á eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum sem eru til þess bær að annast eftirlit með vottuðum lífrænum rekstraraðilum og með vörum í þriðju löndum skv. 46. grein ESB 2018/848 og eftirlit og aðrar aðgerðir sem þessi eftirlitsyfirvöld og aðilar eiga að annast.

Reglugerð 1172/2023 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2021/1342 um viðbætur við reglugerð ESB 2018/848 hvað varðar reglur um upplýsingar sem þriðju lönd, eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðilar eiga að senda vegna eftirlits með viðurkenningu þeirra skv. greinum 33(2) og (3) í reglugerð þingsins nr. 834/2027 vegna innflutnings á lífrænum vörum inn í ESB.

Reglugerð 451/2022 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2021/2305 um viðbætur við reglugerð ESB 2017/625 reglum um í hvaða tilvikum og við hvaða skilyrði lífrænt ræktaðar vörur eru undanþegnar opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum, hvar opinbert eftirlit með slíkum vörum á að fara fram og um breytingu á reglugerðum (ESB) 2019/2123 og (ESB) 2019/2124.

Reglugerð 451/2022 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2021/1935 um breytingu á (ESB) 2019/723 hvað varðar upplýsingar og gögn um lífræna framleiðslu og merkingar lífrænt ræktaðra vara sem yfirvöld skulu, árlega leggja fram með því að nota staðlaða fyrirmynd að eyðublaði í OFIS.

Reglugerð 1252/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/2306 um að bæta við reglugerð ESB 2018/848 reglum um opinbert eftirlit hvað varðar sendingar af lífrænt ræktuðum vörum sem eru ætlaðar til innflutnings til sambandsins og skoðunarvottorð fyrir innflutning (COI). 

Reglugerð 1239/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/2307 um reglur um skjöl og tilkynningar sem krafist er fyrir lífrænt ræktaðar vörur sem eru ætlaðar til innflutnings til Sambandsins.

Reglugerð 1190/2023 sem innleiðir (ESB) 2021/1378 um tilteknar reglur sem varða vottorð sem er gefið út til rekstraraðila, hópa rekstraraðila og útflytjenda í þriðju löndum sem koma að innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum inn í ESB og skrá yfir viðurkennd eftirlitsyfirvöld og viðurkennda eftirlitsaðila (TRACES)

Uppfært 14.01.2025
Getum við bætt efni síðunnar?