Býflugur
Innflutningur býflugna
Býflugur (Apis mellifera) eru fluttar til Íslands reglulega frá Álandseyjum. Sækja skal um leyfi til innflutnings í samræmi við lög nr. 54/1990 um innflutning dýra og skal innflutningur uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Heilbrigðisskilyrði
Opinber dýralæknir í útflutningslandi skal staðfesta að býflugurnar séu lausar við eftirtalda sjúkdóma, sýkla og önnur dýr:
- Varroa -maur - Teg.: Varroa jacobsoni.
- Loftsekkjasjúkdóm - Teg.: Acarapis woodii.
- Illkynjaða býflugnapest - Teg.: Bacillus larvae.
- Evrópska býflugnapest - Teg.: Streptococcus pluton.
- Þarmaveiki - Teg.: Nosema apis
- Allar tegundir náttfiðrilda
- Sjúkdóma af völdum sveppanna Aspergillus flavus, A. fumigatus sem og Ascosphaera apis
- Aðra þekkta skaðvalda hjá alibýflugum.
- Í heilbrigðisvottorðinu komi skýrt fram um hvaða undirtegund af Apis mellifera er að ræða.
Innflutningur og eftirlit
- Leggja skal fram heilbrigðisvottorð amk 5 dögum fyrir áætlaðan innflutningsdag, til samþykktar af MAST. Býflugurnar skulu ekki fluttar frá útflutningslandi fyrr en heimild þessi liggur fyrir.
- Flutningur býflugnanna skal uppfylla öll skilyrði dýraverndarlaga út- og innflutningslanda.
- Fyrir tollafgreiðslu framkvæmir Matvælastofnun innflutningsskoðun og taka við frumriti heilbrigðisvottorðs.
- Býflugurnar skulu í fyrstu fluttar inn og staðsettar utan þéttbýlis og á svæði þar sem næg fæða er fyrir hendi fyrir býflugurnar. Allur aðbúnaður býflugnanna á áfangastað skal vera sem ákjósanlegastur (skjól og afgirt).
- Býflugnabúin skulu merkt greinilega með aðvörun um að þau innihaldi býflugur og að óviðkomandi sé bannaður aðgangur.
- Vakni grunur um smitsjúkdóm getur Matvælastofnun farið fram á skoðun og viðeigandi rannsóknir.
Umsókn
Sækja skal um leyfi til innflutnings á býflugum í þjónustugátt MAST, umsókn nr. 2.47. Þar skal skrá eftirfarandi upplýsingar:
- Umsækjandi: nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.
- Útflytjandi/upprunastaður býflugna: nafn, heimilisfang, netfang.
- Tegundaheiti og fjöldi flugna.
- Fyrirhuguð innflutningsdagsetning.
- Staðsetning býflugnabús á Íslandi.