Móttaka á sorpi frá erlendum skipum
- Allt sorp skal vera í heilum plastpokum (sorppokum).
- Sorppokum er raðað í "stórsekki" um borð í skipunum.
- Stórsekkjum er hlaðið í lokaða flutningagáma og ekið beint á viðurkenndann urðunarstað, sem hefur starfsleyfi heilbrigðisnefndar.
- Flutningagámar skulu vera vökvaheldir.
- Á urðunarstað skulu stórsekkir huldir strax með jarðvegi eða á annan hátt til varnar aðgengi vargfugls og meindýra að innihaldi þeirra.
- Að lokinni tæmingu flutningatækis skal það þrifið og síðan sótthreinsað með VirkonS® eða öðru viðurkenndu sótthreinsiefni á losunarstað.
- Flutningsaðili skal halda skrá yfir flutninga á sorpi og öðrum úrgangi frá erlendum skipum. Þar skal koma fram nafn skipsins og uppruni, dagsetning, förgunarstaður og vottun starfsmanns um fullkomna förgun úrgangsins og sótthreinsun og þrif á gámi.
- Ofangreindar verklagsreglur um flutning, flutningatæki og sótthreinsun eiga einnig við þar sem sorpi er brennt í viðurkenndum sorpbrennslustöðvum.