Fara í efni

Lífræn framleiðsla

Þann 1. janúar 2022 tók gildi ný löggjöf í Evrópusambandinu um lífræna framleiðslu. Ísland og Noregur hafa unnið að innleiðingu þessarar löggjafar og hún tók gildi hérlendis í mars 2023. Í innleiðingarferlinu voru lög nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleliðslu lögð niður og ákvæði um lífræna framleiðslu færð inn í lög nr. 93/1995 um matvæli og lög um áburð, fóður og sáðvöru nr. 22/1994 

Um er að ræða endurskoðun á löggjöf Evrópusambandsins, en þetta er gert til að bregðast við breytingum sem eru að verða við hraðan vöxt í lífrænni ræktun og framleiðslu um allan heim.  Löggjöfin er endurskrifuð til að tryggja betur jafna samkeppni milli bænda hvar sem þeir eru staðsettir í heiminumog um leið koma í veg fyrir svind og viðhalda trausti neytenda með eftirfarandi aðgerðum.

  • Framleiðslureglur eru einfaldaðar og horfið er frá fjölda undanþáguheimilda og tilslakana í áföngum
  • Eftirlitskerfið er styrkt meðal annars með meiri varúðarráðstöfunum og eftirliti með allri virðiskeðjunni, hjá matvælavinnslum, heildsölum og innflytjendum. 
  • Framleiðendur í löndum utan Evrópu þurfa að uppfylla sömu reglur og þeir sem framleiða vottaðar lífrænar vörur innan Evrópu.
  • Reglurnar ná yfir fleiri vörur (þ.e. salt bývax, kork, ull) og settar eru fleiri framleiðslureglur (þ.e. dádýr, kanínur, og alifuglar) 
  • Vottun er gerð auðveldari fyrir litla bændur með hópvottun sem hefur verið stunduð í löndum utan Evrópu. 
  • Samræmd nálgun er á að draga úr hættu á mengun fyrir slysni með varnarefnum t.d. frá nágrönnum 
  • Undanþágur fyrir ræktun í pottum og afmörkuðum beðum í gróðurhúsum verða aflagðar í skrefum. 

Hér er hægt að nálgast reglugerðina á ensku og öðrum tungumálum Evrópusambandsins á Eur-Lex með uppfærslum (breytingum). 
EUR-LEX - EU 2018/848

Hér er hún í íslenskri þýðingu, án uppfærslna.
Íslenskur texti reglugerðar EU 2018/848

Yfirlit yfir innleiðingu á reglugerðum er að finna í pdf skjali hér: 

Uppfært 05.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?