Merking og skráning sauðfjár og geita
Eftirfarandi kröfur gilda um skráningu og merkingu sauðfjár og geita:
- Merkja skal allt fé sem er á ábyrgð umráðarmanns til að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð.
- Skrá verður öll dýr hjarðar í sérstaka hjarðbók, annaðhvort í gagnagrunn eða á skýrsluformi. Árlega þarf að skila haustskýrslu um búfjáreign rafrænt á www.bustofn.is fyrir 20. nóvember.
- Lömb og kið skal merkja með lamba/kiðamerki innan 30 daga frá fæðingu þar sem fram kemur bæjarnúmer.
- Litir merkja skulu vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar.
- Ásetningsfé skal merkja með plötumerki (fullorðinsmerki) í eyra.
- Merkingar skulu vera viðurkenndar af Matvælastofnun.
- Uppfylla þarf reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár.