Fara í efni

Starfsmarkmið 2024

Markmið vegna eftirlits Matvælastofnunar

Framvinda eftirlits

Tafla 1. Frumframleiðsla / eldi dýra. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva[1] tíðni eftirlits og áætlaðan fjölda eftirlitsheimsókna (reglubundið eftirlit).

Tegund starfsemi Fjöldi starfsstöðva Tíðni eftirlits* Eftirlitsþörf 2024 skv. áhættuflokkun*
Alifuglar 59 Annað hvert ár 27
Geitur 76 Þriðja hvert ár 25
Hross 2.544 Fjórða hvert ár 636
Nautgripir 752 Þriðja hvert ár 251
Sauðfé 2.324 Þriðja hvert ár 775
Svín 18 Einu sinni á ári 18

*Tíðni eftirlits er ákvörðuð skv. áhættu- og frammistöðuflokkun frumframleiðenda.

  • Markmiðið er að eftirlit með áhættumeiri starfsemi (svín og alifuglar) verði í samræmi við eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun eða 100%
  • Markmiðið er að eftirlit með áhættuminni starfsemi (geitur, sauðfé og hross) verði a.m.k. 55 % af eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun
  • Markmiðið er að eftirlit með áhættuminni starfsemi (nautgripir) verði a.m.k. 70 % af eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun
  • Markmiðið er að eftirlit með fiskeldi og loðdýrum verði í samræmi við eftirlitsþörf skv. áhættuflokkun eða 100%
  • Mælikvarði: Hlutfall eftirlits af eftirlitsþörf

Auk áhættuflokkunar er við setningu markmiða tekið mið af mannafla og forgangsröðun verkefna eftirlitsfólks, í þessari röð:

  • Bregðast við alvarlegum ábendingum
  • Fylgja eftir alvarlegum frávikum
  • Fylgja eftir frávikum
  • Reglubundið eftirlit

Tafla 2. Matvæla- og fóðurvinnsla. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva [1] og áætlað reglubundið eftirlit í klst.

Tegund starfsemi Fjöldi starfstöðva Áætlað eftirlit 2024. Fjöldi tíma *
Eggjapökkun og eggjavinnsla 9 47
Fiskvinnsla 276 1591
Fóðurvinnsla*** 78 200
Kjötvinnsla 29 182
Matvæli og fóður ** 3 21
Mjólkurvinnsla 10 52
Sláturhús 18 318
Vinnsla aukaafurða dýra 1 9

*Áætlað eftirlit í fjölda tíma er ákvarðað skv. áhættuflokkunarkerfi fyrir fóður og matvæli úr dýraríkinu.

** Matvæli / fóður: Fyrirtæki sem eru með leyfi til að framleiða bæði matvæli og fóður.

*** Fyrirtæki sem framleiða fóður út aukaafurðum dýra, og fyrirtæki sem bæta fóðuraukefnum í fóður.

  • Markmiðið er að reglubundnu eftirliti verið sinnt í samræmi við eftirlitsþörf
  • Mælikvarði: Hlutfall eftirlits af eftirlitsþörf

Frágangur á eftirlitsskýrslum

Matvæla og fóðurvinnslur

Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við frávikum er mikilvægt er að eftirlitskýrslur berist fljótt til þeirra að lokinni eftirlitsheimsókn. Þegar skýrslu er lokað sendist hún sjálfkrafa til eftirlitsþega. Markmiðið er að eftirlitsskýrslum verði lokað innan 7 virkra daga frá framkvæmd eftirlits. 

  • Markmiðið er að a.m.k 90 % eftirlitsskýrslna sé lokað innan 7 virkra daga
  • Mælikvarði: Fjöldi eftirlitskýrslna sem er lokað innan 7 virkra daga sem hlutfall af útgefnum skýrslum

Frumframleiðsla

Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við alvarlegum frávikum er mikilvægt að eftirlitskýrslur berist fljótt til eftirlitsþega að lokinni eftirlitsheimsókn

  • Markmiðið er að 95% eftirlitskýrslna með alvarleg frávik sé lokað innan 5 virkra daga
  • Markmiðið er að 90 % eftirlitsskýrslna án alvarlegra frávika sé lokað innan 10 virkra daga
  • Mælikvarðar:
    • fjöldi eftirlitsskýrslna með alvarleg frávik sem er lokað innan 5 virkra daga sem hlutfall af skýrslum með alvarleg frávik
    • fjöldi eftirlitsskýrslna án alvarlegra frávika sem er lokað innan 10 virkra daga sem hlutfall af skýrslum sem eru án alvarlegra frávika

Boðað/ óboðað eftirlit

Matvæla og fóðurvinnsla

Reglubundið eftirlit skal að öllu jöfnu fara fram án nokkurs fyrirvara þ.e. vera óboðað. 

  • Markmiðið er að meira en 50 % eftirlits með matvælavinnslum og fóðurvinnslum sé óboðað
  • Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað

Frumframleiðsla

  • Markmiðið er að meira en 75 % af eftirlitsheimsóknum í frumframleiðslu sé óboðað
  • Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað

[1] Starfsstöð er staður sem hefur fengið skráningu / starfsleyfi til eldis dýra, starfsleyfi til framleiðslu og/eða dreifingar matvæla og/eða fóðurs. Fyrirtæki getur verið með eina eða fleiri starfsstöðvar.

Markmið vegna eftirlits Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga

Tafla 3. Matvælafyrirtæki. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva[1] og áætlaðan fjölda eftirlitsheimsókna (reglubundið eftirlit).

Tegund starfsemi Fjöldi starfsstöðva Áætlað eftirlit 2024 Fjöldi eftirlitsheimsókna
Ræktun matjurta 90 15
Vinnsla og geymsla ávaxta og grænmetis 51 35
Framleiðsla á jurtaolíu og feiti 2 1
Framleiðsla á kornvöru og sterkjuafurðum 6 5
Framleiðsla á bakarísvörum og mjölkenndum vörum 60 58
Framleiðsla á öðrum matvælum 227 185
Framleiðsla á drykkjarvörum 50 41
Heildsala 341 73
Smásala 782 665
Flutningar og geymsla 85 52
Veitingasala og -þjónusta 2602 2071
Vatnsveitur 621 423
Framleiðsla snertiefna matvæla 9 10
Önnur matvælastarfsemi 43 38
Samþykktar starfsstöðvar - mjólk 4 6
Samþykktar starfsstöðvar - spírur 2 2
Samþykktar starfsstöðvar - fiskur 9 10
Samþykktar starfsstöðvar - kjöt 13 12

 

  • Markmiðið er að reglubundið eftirlit verði í samræmi við áætlun eða 100%
  • Mælikvarði: Hlutfall þess eftirlits sem var sinnt á árinu

Frágangur á eftirlitsskýrslum

Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við frávikum er mikilvægt að eftirlitskýrslur berist fljótt til eftirlitsþega að lokinni eftirlitsheimsókn.

  • Markmiðið er að öllum eftirlitsskýrslum verði lokið innan 14 daga frá því að andmælaréttur rekstraraðila við skýrslur er liðinn. Að öðrum kosti skulu koma fram skýringar á töfum í skráningarkerfi viðkomandi embættis
  • Mælikvarði: Fjöldi eftirlitskýrslna sem er lokið innan 14 daga frá því að andmælaréttur rekstraraðila við skýrslur er liðinn sem hlutfall af útgefnum skýrslum

Boðað/ óboðað eftirlit

Reglubundið eftirlit skal að öllu jöfnu fara fram án nokkurs fyrirvara þ.e. vera óboðað. Ekki er raunhæft að allar eftirlitsheimsóknir séu óboðaðar þar sem oft þarf að fara langar leiðir að eftirlitsstað og mikilvægt er að tryggja að lykilaðilar séu til staðar ef framkvæma á úttekt.

  • Markmiðið er að meira en 75 % eftirlits með matvælafyrirtækjum sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sé óboðað
  • Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað

[1] Starfsstöð er staður sem hefur fengið skráningu / starfsleyfi til eldis dýra, starfsleyfi til framleiðslu og/eða dreifingar matvæla og/eða fóðurs. Fyrirtæki getur verið með eina eða fleiri starfsstöðvar.

 

Eftirlitsverkefni og áherslur

Vatn í matvælum

2023-2024 verður lögð áhersla á að skoða hvort matvæli séu rétt merkt m.t.t. til íshúðar og viðbætts vatns. Skoðað verður hvort innihaldslisti, vöruheiti og þyngd sé tilgreind í samræmi við kröfur reglugerðar um upplýsingar um matvæli í eftirfarandi tegundum matvæla:

  • Rækja, humar, hörpudiskur
  • Frosin fiskur (flök og bitar)
  • Úrbeinað kjúklingakjöt
  • Markmiðið er að framkvæma eftirlit hvað þetta varðar árið 2023-2024 í öllum fyrirtækjum sem framleiða ofangreind matvæli
  • Mælikvarði. Hlutfall fyrirtækja þar sem eftirlit var haft með vatni í matvælum
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Skynmat, sníkjudýr og hitastig í lagarafurðum

Árið 2024 verður lögð áhersla á að skynmat verði framkvæmt á ferskum fiski á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar til staðfestingar á viðmiðum sem hafa verið sett hvað varðar ferskleika. Viðmiðin eru í Viðauka A í reglugerð nr. 104/2010. Ef skynmat leiðir í ljós efasemdir hvað varðar ferskleika skal taka sýni til greiningar á TVB-N og TMA-N. Leggja skal áherslu á fisk sem selja á ferskan eða fryrstan.

Einnig skal skoða hvort fiskur sé augljóslega mengaður af sníkjudýrum (hringormum) til að staðfesta fylgni við D-hluta III. kafla VIII. Þáttar í viðauka III í reglugerð (EB) nr. 853/2004 og I.þátt í II. Viðauka við reglugerð (EB) nr. 2074/2005.

Hitastig verði mælt og skráð samhliða skynmati og skoðun á sníkjudýrum.

  • Markmiðið er að hver eftirlitsmaður framkvæmi skynmat á ferskum fiski, skoði hvort fiskur sé augljóslega mengaður af sníkjudýrum og mæli hitastig að lágmarki 25 sinnum árið 2024 með það að markmiði að ná samtals 200 skoðunum á skynmati, sníkjudýrum og mælingum á hitastigi
  • Markmiðið er að afla upplýsinga um fjölda frávika hvað varðar ofangreint
  • Mælikvarði: Fjöldi skoðana á lagarafurðum m.t.t. skynmats, sníkjudýra og hitastigs
  • Mælikvarði: Fjöldi frávika hvað varðar
    • Skynmat
    • Sníkjudýr
    • Hitastig yfir 2 °C
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Eftirlit með lifandi skeldýrum á markaði

2023-2024 verður lögð áhersla á að kanna hvort lifandi skeldýr séu boðin til sölu í verslunum eða veitingastöðum. Með skeldýrum er átt við lifandi samlokur (e. live bivalve molluscs) og teljast kræklingur / bláskel, ostrur og önnur tvískelja lindýr til skeldýra / lifandi samloka. Séu þau boðin til sölu er kannað hvort þau komi frá viðurkenndum aðilum.

Kannað verður hvort merkimiði hafi fylgt skeldýrum með tilskildum upplýsingum og að þau komi frá viðurkenndum afgreiðslustöðvum. Einnig skal kanna hvort smásali geymi merkimiða í tilskyldan tíma.

Nánari lýsingu á verkefninu má finna hér og niðurstöður vegna 2023

  • Markmiðið er að öll eftirlitssvæði taki þátt í verkefninu árið 2024 og framkvæmi eftirlitið á öllum þeim veitingastöðum og fiskbúðum sem eru á eftirlitsáætlun heilbrigðiseftirlits í maí – október
  • Mælikvarði: Framkvæmd eftirlitsverkefnis á veitingahúsum og fiskbúðum sem hlutfall af þeim sem eru á eftirlitsáætlun heilbrigðiseftirlits í maí – október
  • Þátttakendur: Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Fræðsla um hættur tengdar lifandi skeldýrum

Niðurstöður ársins 2023 gáfu til kynna þörf á aukinni meðvitund meðal sumra smásala á þeim hættum sem fylgja lifandi skeldýrum og þeim kröfum sem settar eru á smásala sem bjóða lifandi skeldýr til sölu. Því er ástæða til að efna til upplýsingaherferðar um þær hættur sem geta leynst í skeldýrum og þeim aðgerðum sem er beitt til að lágmarka hættur. Sjá nánar hér:

Í eftirlitsverkefninu árið 2024 verður lagt mat á áhrif upplýsingarherferðar.

  • Mælikvarðinn á áhrif upplýsingaherferðarinnar er fjöldi frávika hvað varðar geymslu á merkimiðum samanborið við fjölda frávika árið 2023
  • Þátttakendur: Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Eftirlit með nautaeldi

Mikil fjölgun hefur orðið á aðilum sem hafa tekið upp nautaeldi, oft sem viðbót við annað búfjárhald. Húsakynni eru oft ekki sérhönnuð fyrir nautgripi heldur er verið að nýta (og breyta) fjárhúskrær, flatgryfjur eða annað húsnæði sem hentar jafnvel ekki og getur það leitt til þess að dýravelferð verði ábótavant. Starfsstöðvar sem eru með nautaeldi en ekki í mjólkurframleiðslu eru um 165 talsins.

Áhersluatriði eru aðbúnaður, loftræsting, hreinleiki gripa, fóðrun og brynning og merkingar. Sjá nánar í skoðunarhandbók: Nautgripir.

  • Markmiðið er að fara í eftirlit í allar starfsstöðvar sem eru í nautaeldi en ekki í mjólkurframleiðslu 2023-2024
  • Mælikvarði: Fjöldi eftirlitsheimsókna sem hlutfall af búum sem stunda nautaeldi og skráð eru í Bústofn
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Aflífun varphænsna

Opinbert eftirlit með bæði tínslu eða handsömun varphæna í varphúsum og aflífun þeirra. Margar rannsóknir sýna fram á það hversu mikilvægt það er að þessi starfsemi fari fram með velferð hænsna í fyrirrúmi. Miklar líkur eru á áverka og beinbroti og skiptir máli með hvaða hætti þær eru handsamaðar. Einnig skiptir máli með hvaða hætti þær eru aflífaðar með dýravelferð í huga.

  • Markmiðið er að eftirlit fari fram hjá öllum þeim 12 starfsstöðvum sem eru með starfsleyfisskylda eggjaframleiðslu árið 2023-2024
  • Mælikvarði: Fjöldi eftirlitsheimsókna sem hlutfall af eggjaframleiðendum
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Eftirlit með sýklalyfjanotkun

a) Eftirlit með undanþágu dýralækna til að afhenda sýklalyf

Árið 2023-2024 verður lögð áhersla á rafrænt eftirlit með öllum dýralæknum sem hafa undanþágu yfirdýralæknis til að afhenda sýklalyf í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.

  • Markmið: Skoðað verði hvort dýralæknar standast ákvæði undanþágu til afhendingar á sýklalyfjum og hvort tilefni sé til að endurskoða undanþáguákvæðin m.t.t. skynsamlegrar notkunar sýklalyfja
  • Mælikvarði: Fjöldi skoðana á rafrænu eftirliti dýralækna með undanþágu sem hlutfall af heildarfjölda dýralækna með undanþágu

b) Rétt notkun sýklalyfja

Árin 2024-2025 verður áhersla lögð á rétta notkun sýklalyfja með áherslu á starfsstöðvar þar sem sýklalyf hafa verið afhent skv. undanþágu yfirdýralæknis til afhendingar sýklalyfja í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum og ásamt þeim starfsstöðvum þar sem sýklalyf úr sértækum sýklalyfjaflokkum hafa verið afhent.

  • Markmið: Sértækt eftirlit fari fram á starfsstöðvum sem fá afhent sýklalyf skv. undanþágu yfirdýralæknis og/eðasýklalyf úr sértækum sýklalyfjaflokkum og fá eftirlit skv. áætlunum 2024-2025
  • Mælikvarði: Hlutfall þeirra starfsstöðva  sem hafa fengið afhent sýklalyf skv. undanþágu yfirdýralæknis og/eða sértækum sýklalyfjaflokkum og fá eftirlit skv. áætlunum
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Velferð sláturdýra

Frá apríl 2023 til apríl 2024 verður lögð áhersla á eftirlit með velferð sláturdýra við aflífun samkvæmt reglugerð 911/2012 um vernd dýra við aflífun, sem innleiddi EB reglugerð nr. 1099/2009.

Áhersluatriði:

1. Deyfingarbúnaður

Rafdeyfing – skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda, viðvörunarbúnaður á deyfingartækjum (ljós og hljóð) og síritaskráningar

Gasdeyfing - skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda, viðvörunarbúnaður á deyfingartækjum (ljós og hljóð) og síritaskráningar

Pinnabyssa - skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda

2. Sláturhúsrétt/móttaka

Skoðunaratriði: Hönnun og viðhald

  • Markmið: Fara í reglubundið eftirlit í öll sláturhús innan tímarammans hér að ofan, með áherslu á velferð sláturdýra
  • Mælikvarði: Fjöldi reglubundinna eftirlitsheimsókna þar sem farið hefur verið í gegnum skoðunaratriði 8.1.2 og 8.1.5 í skoðunarhandbók með áherslu á ofangreind atriði
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Dýravelferð við blóðtöku úr fylfullum hryssum

Sérstök áhersla verður lögð á eftirlit með dýravelferð við blóðtöku úr fylfullum hryssum til lyfjaframleiðslu á árunum 2024-2025. Eftirlitsþegi er Ísteka ehf sem hefur sérstakt leyfi Matvælastofnunar til starfseminnar á grundvelli 20. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra. Leyfið er takmarkað við starfsstöðvar þar sem hrossahald til blóðtöku hefur verið tilkynnt og tekið út af Matvælastofnun.

  • Markmið: Árleg heimsókn á allar starfsstöðvar. Eftirlitið fari fram á meðan á blóðtöku stendur
  • Mælikvarðar: Hlutfall starfsstöðva þar sem eftirlit var haft með blóðtöku og fjöldi bæja með alvarleg frávik við velferð hryssa í blóðtöku
  • Þátttakendur: Matvælastofnun

Eftirlit með útivist nautgripa

Tekin var ákvörðun um það vorið 2023 að ástæða væri til þess að leggja aukna áherslu á eftirlit með lögboðinni útivist nautgripa.  Í 17. gr reglugerðar nr 1065/2014 um velferð nautgripa segir: Allir nautgripir skulu komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta á tímabilinu frá 15.mai til 15.október ár hvert.  Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfu um útivist á grónu landi.  Undanskildir eru kálfar fæddir á viðkomandi ári svo og graðnaut.

Frá og með sumrinu 2024 skal eftirlit framkvæmt með útivist bæði mjólkurkúa og kvígna á öllum starfstöðvum í öllum umdæmum.

Áhersluatriði: Bændur geti sýnt fram á að mjólkurkýr séu að fara út í tilskilin tíma. Jafnframt að bændur geti sýnt fram á að kvígur eldri en 6 mánaða séu úti í a.m.k 8 vikur á umræddu tímabili.

  • Markmiðið er að líta eftir útivist nautgripa á öllum starfsstöðvum sem eru með mjólkurkýr og kvígur eldri en 6 mánaða og kanna hvort misbrestur sé á að mjólkurkýr og kvígur fái útivist.
  • Mælikvarðar:
    • Hlutfall búa þar sem eftirlit var haft með útivist nautgripa.
    • Hlutfall búa þar sem mjólkurkýr fá útivist í 8 vikur 15.maí - 15.október.
    • Hlutfall búa þar sem kvígur eldri en 6 mánaða eru úti a.m.k 8 vikur 15.maí – 15.október.
    • Hlutfall búa sem fengu athugasemdir við útvist og brugðust við.
  • Þátttakendur: Matvælastofnun.