Starfsmarkmið 2023
Markmið vegna eftirlits Matvælastofnunar:
Framvinda eftirlits
Tafla 1. Frumframleiðsla / eldi dýra. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva[1], tíðni eftirlits og áætlaðan fjölda eftirlitsheimsókna (reglubundið eftirlit).
Tegund starfsemi | Fjöldi starfsstöðva | Tíðni eftirlits* | Áætlað eftirlit 2023 * Fjöldi eftirlitsheimsókna |
Alifuglar | 59 | Annað hvort ár | 30 |
Geitur | 73 | Þriðja hvert ár | 24 |
Hross | 2.493 | Fjórða hvert ár | 718 |
Nautgripir | 784 | Þriðja hvert ár | 259 |
Sauðfé | 2.372 | Þriðja hvert ár | 780 |
Svín | 19 | Einu sinni á ári | 19 |
*Tíðni eftirlits er ákvörðuð skv. áhættu- og frammistöðuflokkun frumframleiðenda.
- Markmiðið er að reglubundið eftirlit verði í samræmi við áætlun eða 100%.
- Mælikvarði: Hlutfall þess eftirlits sem var sinnt á árinu.
Tafla 2. Matvæla- og fóðurvinnsla. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva og áætlað reglubundið eftirlit í klst.
Tegund starfsemi | Fjöldi starfstöðva | Áætlað eftirlit 2023. Fjöldi tíma * |
Eggjapökkun og eggjavinnsla | 10 | 52 |
Fiskvinnsla | 281 | 1640 |
Fóðurvinnsla*** | 78 | 211 |
Kjötvinnsla | 30 | 160 |
Matvæli og fóður ** | 3 | 21 |
Mjólkurvinnsla | 10 | 48 |
Sláturhús | 18 | 319 |
Vinnsla aukaafurða dýra | 1 | 9 |
*Áætlað eftirlit í fjölda tíma er ákvarðað skv. áhættuflokkunarkerfi fyrir matvæli úr dýraríkinu.
** Matvæli / fóður: Fyrirtæki sem eru með leyfi til að framleiða bæði matvæli og fóður.
*** Fyrirtæki sem framleiða fóður út aukaafurðum dýra, og fyrirtæki sem bæta fóðuraukefnum í fóður.
- Markmiðið er að reglubundnu eftirliti verið sinnt skv. áætlun.
- Mælikvarði: Hlutfall þess eftirlits sem var sinnt á árinu.
Frágangur á eftirlitsskýrslum
Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við frávikum er mikilvægt er að eftirlitskýrslur berist fljótt til eftirlitsþega að lokinni eftirlitsheimsókn. Markmiðið er að eftirlitsskýrslum verði lokað innan 7 virkra daga frá framkvæmd eftirlits. Ekki er raunhæft að öllum skýrslum sé lokað innan þessa tímaramma þar sem aðkomu annarra aðila innan Matvælastofnunar þarf stundum til að að taka ákvörðun um mat á athugasemdum.
- Markmiðið er að a.m.k 90 % eftirlitsskýrsla sé lokað innan 7 virkra daga.
- Mælikvarði: Fjöldi eftirlitskýrsla sem er lokað innan 7 virkra daga sem hlutfall af útgefnum skýrslum.
Boðað/ óboðað eftirlit
Matvæla og fóðurvinnsla: Reglubundið eftirlit skal að öllu jöfnu fara fram án nokkurs fyrirvara þ.e. vera óboðað. Ekki er raunhæft að allar eftirlitsheimsóknir séu óboðaðar þar sem oft þarf að fara langar leiðir að eftirlitsstað og mikilvægt er að tryggja að lykilaðilar séu til staðar ef framkvæma á úttekt.
- Markmiðið er að meira en 50 % eftirlits með matvælavinnslum og fóðurvinnslum sé óboðað.
- Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað.
Frumframleiðsla: Ekki er raunhæft að allar eftirlitsheimsóknir séu óboðaðar þar sem oft þarf að fara á staði sem eru utan alfaraleiðar.
- Markmiðið er að meira en 75 % af eftirlitsheimsóknum í frumframleiðslu sé óboðað.
- Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað.
Markmið vegna eftirlits Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga:
Tafla 3. Matvælafyrirtæki. Yfirlit yfir fjölda starfsstöðva og áætlaðan fjölda eftirlitsheimsókna (reglubundið eftirlit).
Tegund starfsemi | Fjöldi starfsstöðva | Áætlað eftirlit 2023 Fjöldi eftirlitsheimsókna |
Ræktun matjurta | 47 | 16 |
Vinnsla og geymsla ávaxta og grænmetis | 52 | 30 |
Framleiðsla á jurtaolíu og feiti | 2 | 2 |
Framleiðsla á kornvöru og sterkjuafurðum | 5 | 6 |
Framleiðsla á bakarísvörum og mjölkenndum vörum | 62 | 61 |
Framleiðsla á öðrum matvælum | 238 | 200 |
Framleiðsla á drykkjarvörum | 47 | 39 |
Heildsala | 334 | 85 |
Smásala | 709 | 619 |
Flutningar og geymsla | 75 | 51 |
Veitingasala og -þjónusta | 2479 | 2048 |
Annað | 484 | 426 |
Framleiðsla snertiefna matvæla | 9 | 7 |
- Markmiðið er að reglubundið eftirlit verði í samræmi við áætlun eða 100%.
- Mælikvarði: Hlutfall þess eftirlits sem var sinnt á árinu.
Frágangur á eftirlitsskýrslum
Til að stuðla að snöggum viðbrögðum eftirlitsþega við frávikum er mikilvægt að eftirlitskýrslur berist fljótt til eftirlitsþega að lokinni eftirlitsheimsókn.
- Markmiðið er að öllum eftirlitsskýrslum verði lokið innan 14 daga frá því að andmælaréttur rekstraraðila við skýrslur er liðinn. Að öðrum kosti skulu koma fram skýringar á töfum í skráningarkerfi viðkomandi embættis.
- Mælikvarði: Fjöldi eftirlitskýrslna sem er lokið innan 14 daga frá því að andmælaréttur rekstraraðila við skýrslur er liðinn sem hlutfall af útgefnum skýrslum.
Boðað/ óboðað eftirlit
Reglubundið eftirlit skal að öllu jöfnu fara fram án nokkurs fyrirvara þ.e. vera óboðað. Ekki er raunhæft að allar eftirlitsheimsóknir séu óboðaðar þar sem oft þarf að fara langar leiðir að eftirlitsstað og mikilvægt er að tryggja að lykilaðilar séu til staðar ef framkvæma á úttekt.
- Markmiðið er að meira en 75 % eftirlits með matvælafyrirtækjum sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sé óboðað.
- Mælikvarði: Hlutfall reglubundins eftirlits sem er óboðað.
Eftirlitsáherslur og eftirlitsverkefni
Vatn í matvælum
2023-2024 verður lögð áhersla á að skoða hvort matvæli séu rétt merkt m.t.t. til íshúðar og viðbætts vatns. Skoðað verður hvort innihaldslisti, vöruheiti og þyngd sé tilgreind í samræmi við kröfur reglugerðar um upplýsingar um matvæli í eftirfarandi tegundum matvæla:
- Rækja, humar, hörpudiskur
- Frosin fiskur (flök og bitar)
- Úrbeinað kjúklingakjöt
- Markmiðið er að framkvæma eftirlit hvað þetta varðar árið 2023-2024 í öllum fyrirtækjum sem framleiða ofangreind matvæli.
- Mælikvarði. Hlutfall fyrirtækja þar sem eftirlit var haft með vatni í matvælum.
- Þátttakendur: Matvælastofnun
Eftirlit með nautaeldi
Mikil fjölgun hefur orðið á aðilum sem hafa tekið upp nautaeldi, oft sem viðbót við annað búfjárhald. Húsakynni eru oft ekki sérhönnuð fyrir nautgripi heldur er verið að nýta (og breyta) fjárhúskrær, flatgryfjur eða annað húsnæði sem hentar jafnvel ekki og getur það leitt til þess að dýravelferð verði ábótavant. Starfsstöðvar sem eru með nautaeldi en ekki í mjólkurframleiðslu eru um 165 talsins.
Áhersluatriði eru aðbúnaður, loftræsting, hreinleiki gripa, fóðrun og brynning og merkingar. Sjá nánar í skoðunarhandbók: Nautgripir.
- Markmiðið er að fara í eftirlit í allar starfsstöðvar sem eru í nautaeldi en ekki í mjólkurframleiðslu 2023.
- Mælikvarði: Fjöldi eftirlitsheimsókna sem hlutfall af búum sem stunda nautaeldi og skráð eru í Bústofn.
- Þátttakendur: Matvælastofnun
Aflífun varphænsna
Opinbert eftirlit með bæði tínslu eða handsömun varphæna í varphúsum og aflífun þeirra. Margar rannsóknir sýna fram á það hversu mikilvægt það er að þessi starfsemi fari fram með velferð hænsna í fyrirrúmi. Miklar líkur eru á áverka og beinbroti og skiptir máli með hvaða hætti þær eru handsamaðar. Einnig skiptir máli með hvaða hætti þær eru aflífaðar með dýravelferð í huga.
- Markmiðið er að eftirlit fari fram hjá öllum þeim 12 starfsstöðvum sem eru með starfsleyfisskylda eggjaframleiðslu árið 2023.
- Mælikvarði: Fjöldi eftirlitsheimsókna sem hlutfall af eggjaframleiðendum.
- Þátttakendur: Matvælastofnun
Eftirlit með sýklalyfjanotkun
a) Eftirlit með undanþágu dýralækna til að afhenda sýklalyf
Árið 2023 verður lögð áhersla á rafrænt eftirlit með öllum dýralæknum sem hafa undanþágu yfirdýralæknis til að afhenda sýklalyf í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.
- Markmið: Skoðað verði hvort dýralæknar standast ákvæði undanþágu til afhendingar á sýklalyfjum og hvort tilefni sé til að endurskoða undanþáguákvæðin m.t.t. skynsamlegrar notkunar sýklalyfja.
- Mælikvarði: Fjöldi skoðana á rafrænu eftirliti dýralækna með undanþágu sem hlutfall af heildarfjölda dýralækna með undanþágu.
b) Rétt notkun sýklalyfja
Árin 2023-2024 verður áhersla lögð á rétta notkun sýklalyfja með áherslu á starfsstöðvar þar sem sýklalyf hafa verið afhent skv. undanþágu yfirdýralæknis til afhendingar sýklalyfja í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum og ásamt þeim bæjum þar sem sýklalyf úr sértækum sýklalyfjaflokkum hafa verið afhent.
- Markmið: Sértækt eftirlit fari fram á starfsstöðvum sem fá afhent sýklalyf skv. undanþágu yfirdýralæknis og fá eftirlit skv. áætlunum 2023-2024.
- Mælikvarði: Hlutfall þeirra starfsstöðva sem hafa fengið afhent sýklalyf skv. undanþágu yfirdýralæknis og fá eftirlit skv. áætlunum.
- Þátttakendur: Matvælastofnun
[1]Starfsstöð er staður sem hefur fengið skráningu / starfsleyfi til eldis dýra, starfsleyfi til framleiðslu og/eða dreifingar matvæla og/eða fóðurs. Fyrirtæki getur verið með eina eða fleiri starfsstöðvar.
Velferð sláturdýra
Frá apríl 2023 til apríl 2024 verður lögð áhersla á eftirlit með velferð sláturdýra við aflífun samkvæmt reglugerð 911/2012 um vernd dýra við aflífun, sem innleiddi EB reglugerð nr. 1099/2009.
Áhersluatriði:
1. Deyfingarbúnaður
Rafdeyfing – skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda, viðvörunarbúnaður á deyfingartækjum (ljós og hljóð) og síritaskráningar
Gasdeyfing - skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda, viðvörunarbúnaður á deyfingartækjum (ljós og hljóð) og síritaskráningar
Pinnabyssa - skoðunaratriði: Staðlaðar verklagsreglur, viðhaldsskráningar, leiðbeiningar frá framleiðanda
2. Sláturhúsrétt/móttaka
Skoðunaratriði: Hönnun og viðhald
- Markmið: Fara í reglubundið eftirlit í öll sláturhús innan tímarammans hér að ofan, með áherslu á velferð sláturdýra
- Mælikvarði: Fjöldi reglubundinna eftirlitsheimsókna þar sem farið hefur verið í gegnum skoðunaratriði 8.1.2 og 8.1.5 í skoðunarhandbók með áherslu á ofangreind atriði.
- Þátttakendur: Matvælastofnun