Ef hundur bítur
Skv. lögum um velferð dýra ber umráðamönnum dýra að vernda dýr sín fyrir hættum og meiðslum eins og kostur er.
- Þegar hundar bíta fólk skal tilkynna það til lögreglu sé talin ástæða til.
- Þegar hundar bíta villt dýr eða dýr í annarra eigu og/eða fólk þá er það í flestum tilfellum brot á samþykktum sveitarfélaga. Hægt er að leita til heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags sé talin ástæða til.
- Þegar hundar bíta dýr í umsjón sama umráðamanns/eiganda getur málið varðað að umráðamaður hafi ekki á fullnægjandi hátt tryggt öryggi þess dýrs sem fyrir bitinu varð. Slík mál ber að tilkynna til Matvælastofnunar.
- Ef grunur leikur á að hundur bíti vegna illrar meðferðar hans þá ber að tilkynna grun um illa meðferð á dýrum til Matvælastofnunar
- Senda ábendingu vegna gruns um illa meðferð á hundi eða skort á öruggum aðstæðum fyrir dýr sem verða fyrir biti.