Sýni til rannsókna
Sækja þarf um heimild vegna innflutnings á sýnum sem innihalda lífrænar afurðir úr dýraríkinu, þ.m.t. sýkla, veirur, blóð-, blóðvatns, frumu, vefja og próteinsýni sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins
Senda skal umsókn í þjónustugátt MAST og skrá umbeðnar upplýsingar í umsókn nr. 10.08 og hengja við fylgiskjöl með nánari upplýsingum ef við á.