Lífrænar varnir
Lífrænar varnir eru nýttar í garðyrkju til að vinna gegn skaðvöldum á sjálfbæran hátt. Algengast er að nota ýmsa ránmítla og sníkjuvespur sem leggjast á mismunandi tegundir lúsa og kögurvængja. Notkun lífrænna varna getur dregið úr þörfinni á plöntuvarnarefnum þar sem náttúrulegir óvinir halda skaðvöldum í skefjum.
Hér er listi yfir þær dýrategundir sem skráðar eru til lífrænna varna.
Ef óskað er eftir að flytja inn aðrar tegundir en þær sem er að finna á listanum í hlekknum hér að ofan þarf að sækja um leyfi Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun) en sú stofnun fer með málefni nýrra og framandi tegunda skv. lögum 60/2013 um náttúruvernd.