Fara í efni

Lífrænar varnir

Lífrænar varnir eru nýttar í garðyrkju til að vinna gegn skaðvöldum á sjálfbæran hátt. Algengast er að nota ýmsa ránmítla og sníkjuvespur sem leggjast á mismunandi tegundir lúsa og kögurvængja. Notkun lífrænna varna getur dregið úr þörfinni á plöntuvarnarefnum þar sem náttúrulegir óvinir halda skaðvöldum í skefjum.

Hér er listi yfir þær dýrategundir sem skráðar eru til lífrænna varna

Ef óskað er eftir að flytja inn aðrar tegundir en þær sem er að finna á listanum í hlekknum hér að ofan þarf að afla leyfis Matvælastofnunar annars vegar með vísan í lög 54/1990 um innflutning dýra og Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun) hins vegar með vísan í lög 60/2013 um náttúruvernd en sú stofnun fer með málefni nýrra og framandi tegunda.

Leggja þarf fram áhættumat og er dýrategundin metin út frá áhættu á m.t.t. dýrasjúkdóma annars vegar og hins vegar hvort hún geti náð fótfestu hérlendis og haft áhrif á íslenskt vistkerfi. Senda þarf skriflega umsókn ásamt áhættumati til beggja stofnana. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, dýr og dýrategund, tilgang innflutnings, auk þess sem ofangreint áhættumat skal fylgja.

Uppfært 24.02.2025
Getum við bætt efni síðunnar?