Varnir gegn sjúkdómum í hrossum
Til að hindra útbreiðslu sjúkdóma þurfa hrossabændur að:
- Virða lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
- Bann við innflutningi lifandi dýra, fósturvísa og erfðaefnis
- Bann við innflutningi á búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis
- Bann við innflutningi á óhreinum fatnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis - Kynna sér reglur um hreinsun og sótthreinsun reiðfatnaðar sem notaður hefur verið erlendis
- Tryggja að erlendir gestir sem heimsækja hrossaræktarbú eða aðra hestatengda starfsemi hafi farið eftir þeim reglum við komuna til landsins - Tilkynna tafarlaust grun um smitsjúkdóm til Matvælastofnunar eða starfandi dýralæknis