Hver fer með eftirlitið?
Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti fer með yfirstjórn mála er varðar matvælaeftirlit.
Matvælastofnum fer með eftirlit með fyrirtækjum sem fá starfsleyfi frá Matvælasofnum en það eru:
- Fiskvinnsla þ.m.t. vinnslu og frystiskip
- Pökkun á lifandi skeldýrum
- Fiskmarkaðir
- Sláturhús
- Kjötvinnsla
- Mjólkurvinnsla
- Frystigeymslur fyrir dýraafurðir
- Beint frá býli*
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga fer með eftirlit með fyrirtækjum sem fá starfsleyfi frá heilbrigðisnefndum eða eru skrá þar en það eru m.a.:
- Matvöruverslanir
- Söluturnar og sjoppur
- Veitingastaðir og mötuneyti
- Samloku- og salatframleiðsla
- Gosdrykkja- og bjór framleiðsla
- Brauð-, kex- sælgætisframleiðsla
- Sultuframleiðsla
- Vatnsveitur
- Ræktendur matjurta.
- Beint frá býli*
*Ef búfjárhald er meginstarfsemi aðila sem framleiða og selja matvæli beint frá býli þá, skal sótt um starfsleyfi hjá Matvælastofnun. Sé búfjárhald ekki meginstarfsemi þeirra er sótt um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits sveitarfélags í héraði.