Fara í efni

Smitvarnir

Matvælastofnun gefur út og viðheldur leiðbeiningum um hvernig æskilegt sé að standa að þrifum í gróðurhúsum og á ræktunarstöðum garðyrkjuafurða með það markmið að takmarka útbreiðslu mögulegra plöntusjúkdóma hér á landi. Til þess að fyrirbyggja útbreiðslu plöntusjúkdóma voru lögð fram tilmæli í reglugerð nr. 933/2017. Í reglugerðinni eru lögð fram tilmæli þess að takmarka skuli samgang milli ræktunarstaða, takmarka aðgang óviðkomandi að ræktunarstöðum, þrífa áhöld reglubundið og gæta varúðar við meðferð afskurða og úrgangs frá ræktunarstöðum. 

Smitvarnir við ræktun garðyrkjuafurða

Mikilvægt er að koma upp skilvirkum smitvörnum við ræktun garðyrkjuafurða og hefur Matvælastofnun gefið út leiðbeiningar um hvaða smitvörnum hægt er að koma upp m.t.t. vinnuaðstöðu, starfsfólks, samgangs og húsnæðis. Einnig hefur verið gefin út gátlisti fyrir grunnsmitvarnir sem stofnunin hvetur sem flesta til að nýta sér. Allir ræktendur eru hvattir til þess að koma upp eins miklum smitvörnum og auðið er og viðhalda þeim eftir fremsta megni.

Þrif og sóttvarnir í gróðurhúsum

Mikilvægt er að þrífa ræktunarstaði reglubundið til þess að takmarka líkur á því að plöntusjúkdómar nái fótfestu. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um grunnþætti sem hafa þarf í huga við þrif ræktunarstaða og hvetur stofnunin ræktendur til þess að þrífa húsnæði og sótthreinsa vinnusvæði og áhöld reglubundið.

Ítarefni

Uppfært 06.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?