Matvæli og fóður sem ekki eiga uppruna í dýraríkinu og um gilda sérstök innflutningsskilyrði
Eftirlit er með innflutningi frá 3ju ríkjum á tilteknum tegundum af matvælum og fóðri sem ekki eru upprunnin í dýraríkinu (PNAO = products of non animal origin). Um er að ræða vörur sem hafa verið skilgreindar sem áhættuvörur af framkvæmdarstjórn ESB og lúta þar af leiðandi sérstöku eftirliti. Tilkynna skal um innflutning þessara vara inn í Traces með a.m.k. sólarhrings fyrirvara og skulu þær berast á samþykkta landamærastöð til skoðunar. Nýjast reglugerðabreytingin nr. 2024/1662 sem tók gildi 02.07.2024 er hér
ATH! Eingöngu er heimilt að flytja þessar vörur til landsins með sjósendingum og skulu þær berast á samþykkta landamærastöð til skoðunar (og sýnatöku ef við á). Samþykktar landamærastöðvar fyrir PNAO eru Reykjavík Eimskip (IS REY 1a, Sundafrost) og Reykjavík Samskip (IS REY 1b, Ísheimar).
Vörur sem lúta auknu eftirliti og um gilda neyðarráðstafanir
Tímabundin aukning á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum skv. viðaukar reglugerð ESB nr. 2019/1793 með áorðnum breytingum, nýjasta breytingarreglugerðin frá ESB er hér nr. 2024/1664
Í viðaukum reglugerðarinnar eru listar af vörutegundum frá tilteknum 3ju ríkjum og eru þeir endurskoðaðir reglulega, a.m.k tvisvar sinnum á ári.
Viðauki I - Matvæli og fóður sem lúta auknu eftirliti tímabundið.
- Viðauki I
- Tilkynna skal um innflutning í Traces NT (CHED)
- Í innflutningseftirliti fer fram skjalaskoðun og í 5-100% tilvika eru tekin sýni til rannsóknar. Greining sýna er á kostnað innflytjanda. Sending er ekki afhent fyrr en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.
Dæmi um vörur í viðauka I (ekki tæmandi listi og getur tekið breytingum)
- Jarðhnetur og hnetusmjör frá Kína, Bandaríkjunum,Ghana, Bólvíu, Egyptalandi og Indlandi (aflatoxín)
- Sterkir piparvextir frá Indlandi, Víetnam, Dóminiska lýðveldinu, Egyptalandi, Tælandi, Tyrklandi, Úganda, Kenía og Rúanda.
- Passion ávöxtur og grandilla frá Tælandi
- Te frá Kína (varnarefnaleifar)
- Paprika frá Egyptalandi, Kína, Tælandi, Uganda (varnarefnaleifar, salmonella)
- Pálmaolía frá Ghana (litarefni (sudan))
- Karrílauf frá Indlandi (varnarefnaleifar)
- Okra frá Indlandi, Víetnam (varnarefnaleifar)
- Múskat Indlandi (aflatoxín og varnarefnið etýlenoxíð)
- Hrísgrjón frá Indlandi, Pakistan (Aflatoxín, Ochratoxín)
- Baunir frá Kenía (varnarefnaleifar)
- Næpur frá Líbanon (litarefni (rhodamine b))
- Papaya frá Mexíkó (varnarefnaleifar)
- Sesamfræ frá Tyrklandi, Eþíópíu, Nígeríu, Súdan, Úganda (salmonella)
- Appelsínur og sítrónur frá Tyrklandi (varnarefnaleifar)
- Greipaldin frá Tyrklandi (varnarefnaleifar)
- Oregano frá Tyrklandi (Pyrrolizidine alkaloids)
- Durian ávöxtur frá Víetnam (varnarefnaleifar)
Viðauki II - Matvæli og fóður sem fylgir aukin hætta á eiturefnamengun
- Viðauki II- Matvæli og fóður sem fylgir aukin hætta á eiturefnamengun. Leggja þarf fram viðeigandi rannsóknarniðurstöður við innflutning vara í viðauka II.
- Tilkynna skal um innflutning í Traces NT (CHED)
- Leggja skal fram opinbert heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum í útflutningsríki.
- Leggja skal fram viðeigandi rannsóknarniðurstöður.
- Í innflutningseftirliti fer fram skjalaskoðun og í 5-100% tilvika eru tekin sýni til rannsóknar. Greining sýna er á kostnað innflytjanda. Sending er ekki afhent fyrr en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.
Dæmi um vörur í viðauka II (ekki tæmandi listi og getur tekið breytingum)
- Ýmsar hnetur (jarðhnetur, heslihnetur), hnetusmjör oþh frá Argentínu, Azerbajan, Brasilíu, Kína, Egyptalandi, Ghana, Gambíu, Indlandi, Súdan, Tyrklandi (aflatoxín)
- Paprika frá Indlandi, Sri Lanka, Dóminiska, Egyptalandi og Kína (aflatoxín eða varnarefni)
- Sesamfræ frá Indlandi (Salmonella)
- Pistasíur frá Íran, Tyrklandi (aflatoxín)
- Þurrkaðar fíkjur frá Tyrklandi (aflatoxín)
Skilyrði vegna geislavirkni í Tsjernóbyl
- Reglugerð 840/2020 um gildistöku Rg. (ESB) 2020/1158 með (1) breytingu 151/2024 (EB 151/2024) um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum og fóðri, sem eru upprunnin í þriðju löndum, í kjölfar slyssins í Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu.
- Villt ber og villtir sveppir og samsettar vörur úr þeim sem hafa orðið fyrir geislavirkni. Dæmi: Trönuber, trufflusveppir, súkkulaði, kökur, hnetu-ávaxta blöndur og sultur.
- Lönd sem við á eru: Albanía, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kosovo ,Norður Makedónía, Moldóva, Svartfjallaland, Rússland, Serbía ,Sviss, Tyrkland, Úkraína, Bretland Stóra-Bretland fyrir utan Norður-Írland.
- Sjá nánar í viðauka I (lönd) og viðauka II (vörur)
- Tilkynna skal um innflutning í Traces NT (CHED)
- Leggja skal fram opinbert heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum í útflutningsríki.
- Leggja skal fram viðeigandi rannsóknarniðurstöður.
Innflutningur á spírum og fræjum til spírunar til manneldis
- Reglugerð nr. 371/2020 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem ætluð eru til manneldis, inn í Sambandið.
- Reglugerð nr. 372/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/628 um fyrirmyndir að opinberum vottorðum fyrir tiltekin dýr og vörur.
- Reglugerð nr. 233/2014 um gildistöku framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 208/2013 um kröfur um rekjanleika að því er varðar spírur og fræ sem eru ætluð til framleiðslu á spírum.
- Tilkynna skal um innflutning í Traces NT (CHED)
- Leggja skal fram rannsóknarniðurstöður m.t.t. örverumengunar (STEC og salmonella)
Möndlur frá Bandaríkjunum og hveiti frá Kanada
Heimilt er að eftirlit með sveppamyglueitri (Mycotoxin) í hveiti frá Kanada og möndlum frá Bandaríkjunum fara fram þar (í útflutningslandi), áður en þær eru fluttar til Evrópusambandsríkja (sk. pre-export check). Þetta kemur fram í reglugerð (ESB) nr. 2015/949 (með síðari breytingum) um eftirliti tiltekinna þriðju landa fyrir útflutning á tilteknum matvælum að því er varðar tilvist tiltekins sveppaeiturs (sjá viðauka I).
Eftirfarandi rannsóknir skulu gerðar:
- Hveiti frá Kanada: Mæling á Okratoxíni (Ochratoxin A)
- Möndlur frá USA: Mæling á Aflatoxín (Aflatoxin)
Myglueitur má ekki greinast yfir leyfilegum hámarksgildum. Séu ofangreindar rannsóknir framkvæmdar áður en varan er send af stað, verður innflutningseftirlit í móttökuríkinu einfaldari og tíðni skoðunar á landamæraeftirlitsstöð <1% í stað 20 %.
Tilkynna á fyrirhugaðan innflutning í þjónustugátt Matvælastofnunar (mast.is) á tilkynningareyðublað nr. 4.32. Eftirfarandi skjöl skulu að fylgja:
- rannsóknarvottorð (niðurstöður greininga)
- opinbert heilbrigðisvottorð (sjá í viðauka II - sýnishorn af vottorði)
- vörureikningur
Allar einingar í sendingunni skulu vera merktar með framleiðslulotu og rekjanlegar til rannsóknarvottorðs.
Athugið að jarðhnetur frá Bandaríkjunum hafa fallið úr listanum í viðauka I með reglugerð nr. 2017/1269 (nr. 800/2017). Þær eru nú tilgreindar reglugerð (ESB) nr. 2019/1793 um vörur sem lúta auknu eftirliti og um gilda neyðarráðstafanir. Því þarf að tilkynna jarðhnetur í Traces með CHED.
Matvælasnertiefni sem lúta auknu eftirliti
- Reglugerð nr. 167/2014 (ESB) nr. 284/2011 Sérstök skilyrði og nákvæmar verklagsreglur vegna innflutnings á eldhússáhöldum úr polýamíð- og melamínplasti sem eru upprunnin í Alþýðuveldinu Kína og Hong Kong, eða send þaðan.
- Breytt nr. 689/2021
breytingu á reglugerð nr. 167/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2011 um sérstök skilyrði og nákvæmar verklagsreglur vegna innflutnings á eldhússáhöldum úr polýamíð- og melamínplasti sem eru upprunnin í Alþýðuveldinu Kína og Hong Kong, eða send þaðan. - Tilkynna skal um innflutning í þjónustugátt MAST, eyðublað nr. 4.24
-
Leggja skal fram yfirlýsingu um gerð/tegund plastefnis og rannsóknarvottorð sem staðfestir að flæði formaldehýðs og PAA sé undir viðmiðunarmörkum. Mynd af vöru þarf einnig að fylgja.
Önnur atriði
- Eftirlit með öllu dreifingarferli matvæla eftir tollafgreiðslu er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
- Kostnaður vegna innflutnings: gjald fyrir innflutningseftirlit er skilgreint í 9. gr. gjaldskrár nr. 392/2022 fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Eftirlitsgjald greiðist skv. tímagjaldi en einnig skal greiða akstursgjald og gjald vegna greininga á rannsóknarstofu þegar það á við.
- Traces er skráningarkerfi fyrir viðskipti með dýr/erfðaefni/dýraafurðir, matvæli og fóður ekki af dýrauppruna og lífrænar vörur frá þriðju ríkjum til Evrópusambandslanda og innan sambandsins (trade control and expert system).