Smitsjúkdómar í hrossum
Kverkeitlabólga
Smitefni
Bakterían Streptococcus equi
Sérhæfð hestabaktería. Eingöngu hestar eru smitnæmir
Mjög smitandi
Viðnámseiginleikar
Nokkuð lífsseig í umhverfinu, einkum í vatni
Getur lifað í óhreinindum á innréttingum í hesthúsum í marga mánuði
Getur lifað í umhverfi utandyra í allt að 4 vikur
Lifir ekki af hreingerningar og sótthreinsun.
Sótthreinsiefnið Virkon S virkar vel
Faraldsfræði
Kverkeitlabólga hefur aldrei greinst í hrossum hér á landi en hún er landlæg í flestum öðrum löndum
Meðgöngutími áður en einkenni koma fram: 3-14 dagar
Hestar byrja ekki að smita út frá sér fyrr en sólarhring eftir að þeir fá hita (undantekning við mjög langan meðgöngutíma).
Því er alla jafna hægt að einangra ný tilfelli áður en hestarnir byrja að smita út frá sér
Algengt að sýktir hestar smiti út frá sér í 4-6 vikur eftir bráðafasa sjúkdómsins
Allt að 10% halda áfram að smita úr frá sér í langan tíma sem frískir smitberar.
Þeir geta borið sýkilinn í loftpokum í kokinu í mánuði og jafnvel ár
Allt að 100% hesta sýkjast en ung hross eru veikust fyrir
Dánartíðni 2-8 %
Hestar sem hafa fengið kverkeitlabólgu verða ekki ónæmir fyrir lífstíð og geta því fengið sjúkdóminn aftur (75% hrossa sem sýkjast verða ónæm í 5 ár)
Smitleiðir
Beint smit milli hesta við snertingu eða hósta
Óbeint smit með óhreinindum t.d. í brynninga- og fóðurkörum, á höndum fólks, búnaði, innréttingum og flutningstækjum
Hestar smitast við að fá bakteríuna á slímhúð í nefi eða munni
Uppspretta smitsins
Veikir hestar sem ekki tekst að einangra eða ekki einangraðir nógu lengi
Frískir smitberar
Nýsýktir hestar (á meðgöngutíma)
Klínísk einkenni (háð smitmagni og tíma)
Sótthiti, 39,5°C – 40,5°C
Einum til tveimur sólarhringum á undan öðrum einkennum
Lystarleysi
Deyfð og lág höfuðstaða
Nefrennsli (algengasta einkennið)
Þunnfljótandi í byrjun en verður graftarkennt
Bólgnir eitlar í höfði og á hálsi sem stundum grafa út
Sjaldan hósti
Sýkingin getur breiðst út til innri líffæra og valdið graftarkýlum þar (sjaldgjæft)
Einstaka hestar fá ofnæmisviðbrögð með mikilli vökvasöfnun í líkamanum (anasarca)
Mögulegt er að aðeins komi fram vægari einkenni sem minna á kvef
Greiningaraðferðir og sýnatökur
Triplex qPCR er “gold standard”
Próf frá Animal Health Trust sem nú er tiltækt á Keldum
Bakteríuræktun
Sýnum safnað úr nefholi/koki og/eða graftarkýlum með sýnatökupinna og/eða ástungu
ELISA greining á mótefni í blóði (frá tveimur vikum – 6 mán eftir sýkingu)
Próf frá Animal Health Trust
Mismunagreining
Streptococcus zooepidemicus
Veirusýkingar: hestainflúensa, EHV-1 og rhinoveirur
Smitvarnir
Innflutningur á lifandi hestum er bannaður
Innflutningur notaðra reiðtygja, þ.m.t. méla er bannaður
Innflutningur hanska og vettlinga sem notaðir hafa verið í umhverfi hesta er bannaður
Notaður reiðfatnaður og skófatnaður skal þveginn og sótthreinsaður fyrir innflutning
Viðbrögð og varnir
Hreinlæti
Einangrun í 4 - 6 vikur eftir að einkenni eru gengin yfir
Einangrun hesthúsa / bæja þar sem sýkta hesta er að finna
Einangrun veikra hesta og hesta sem verið hafa í samneyti við veika hesta innan slíkra hesthúsa / búa
Einangrun hesthúsa / bæja þar sem bein eða óbein samskipti hafa verið við sýkta hesta
Kröfur til að aflétta einangrun
Neikvætt sýni úr loftpoka m. speglun (amk 30 dögum e. bata)
Neikvætt Dual iELISA amk 14 dögum eftir mögulegt smit (einkennalausir)
Hreinsun og sótthreinsun hesthúsa, gerða, flutningstækja og búnaðar eftir að veikin er yfirstaðin
Bólusetning
Ef aðstæður gefa tilefni til
Hátækni bóluefni með mótefnismerkingu
Meðhöndlun
Stoð-meðhöndlun. Ekki er rálagt að gefa sýklalyf ef eitlar er orðnir bólgnir og á meðan hrossinu líður þolanlega.
Við alvarlegri veikindi og hugsanlega í byrjunarfasa sjúkdómsins er hægt að meðhöndla með hreinu penicillini
Dulda smitbera þarf að meðhönndla í loftpoka með hreinsun og penicillini
Stuðningsskjal með viðbragðsáætlun
Leiðbeiningar um viðbrögð við grun eða staðfestingu á kverkeitlabólgu
Hestainflúensa
Smitefni
Influensuveira týpa A, tilheyrir Othomyxoviredae fjölskyldunni og ættinni Influezavirus
Tvær undirgerðir: A/equi-1 (H7 N7) og A/equi-2 (H3 N8)
Nokkuð stöðugar veirur samanborið við þær sem herja á menn
Viðnámseiginleikar
Getur lifað í umhverfinu í 8-36 tíma, en lifir ekki af hreingerningar og sótthreinsun.
Lifir í jörðu í 24 tíma en 18 daga í 22° heitu vatni.
Sólarljós dregur úr þoli.
Næm fyrir flestum sótthreinsiefnum
Joðfór, Lysol (phenols) glutaraldehyde, Virkon o.fl.
Sápuþvottur nægir til að fólk beri ekki með sér veiruna.
Faraldsfræði
Engin meðfædd mótstaða né mótefni í móðurmjólk (passive immunity)
Meðgöngutími áður en einkenni koma fram: 1-5 dagar (hámark 14 dagar)
Smitaðir hestar skilja út veirur 2 dögum fyrir og 6-8 dögum eftir að fyrstu einkenni sjúkdómsins koma fram
Mest skilja þeir þó út fyrstu dagana eftir að einkenni koma fram, þegar hóstinn er mestur
Eftir sýkingu verða hestar ónæmir fyrir inflúensu veirunni í allt að eitt ár.
Mynda bæði staðbundin mótefni í slímhimnu öndunarvegarins (IgA) og mótefni í blóðrás (IgG)
Bólusetning veitir mótstöðu í stuttan tíma, 3-6 mánuði
Allt að 100% hesta sýkjast ef stofninn er næmur
Dánartíðnin er nær engin nema hjá hestum með mjög veikt ónæmiskerfi (gömul, ung)
Móttækilegar dýrategundir
Hestar, asnar, múldýr og sebrahestar
Hundar geta borið veiruna og veikst af hennar völdum. Óvíst hvort þeir geti smitað hesta
Menn geta borið lifandi vírus í nefholi í allt að 3 daga og fengið af þeim völdum vægt kvef. Ólíklegt að þeir geti smitað hesta
Smitleiðir
Beint smit milli hesta við snertingu eða hósta
Smit getur borist yfir 35 metra með einum hósta
Ef mikið er af smitefninu getur það borist allt að 8 metra með vindi
Óbeint smit með óhreinindum t.d. í brynninga- og fóðurkörum, á höndum fólks, búnaði, innréttingum og flutningstækjum
Flugur og önnur skordýr geta borið smitefnið utan á sér ef mikið er af því í umhverfinu
Uppspretta smitsins
Útöndunarloft smitaðra hesta (aerosol)
Eftir að veikindin (klínísk einkenni) hafa gengið yfir hætta hestar að skilja út veiruna
Óhreinindi frá sýktum hestum
Veiran getur verið til staðar í bæði sæði og fósturvísum en ólíklegt að sjúkdómurinn smitist á þann hátt.
Hestar sem hafa mótstöðu að hluta til fá lítil einkenni en geta verið lúmskir smitberar í stutta stund eftir smit.
Klínísk einkenni
Hitinn hækkar hratt í 39°C – 41°C
Djúpur, þurr og harður hósti í 2 – 3 daga.
Þung öndun
Vatnskennd útferð úr nösum
Deyfð
Lystarleysi
Hröð útbreiðsla meðal næmra hesta
Hestar sem eru að hluta til ónæmir fyrir sjúkdómnum fá djúpan, harðan hósta en geta verið lausir við önnur einkenni
Aukaverkanir
Lungnabólga og krónísk berkjubólga
Ung folöld og hestar sem eru undir miklu álagi þegar þeir sýkjast
Eldri hestar
Veiruprótein í blóðrásinni geta valdið bólgum í hjarta- og beinagrindarvöðvum, lifrarbólgu, kvikubólgu (hófsperru) og votum fótum
Hestar sem ekki fá næga hvíld eftir veikindin geta skaðast varanlega í lungum, vöðvum og hjarta.
Ef mikið ryk er í umhverfinu geta hross þróað ofnæmi gegn því í kjölfar inflúensu sýkingar
Meinafræðilegar breytingar
Ósérhæfðar breytingar. Roði og bólga í slímhimnunni í efri hluta öndunarvegarins.
Bráð lungnabólga finnst venjulega í hestum sem hafa drepist.
Mismunagreiningar
Smitandi slagæðabólga (Equine viral arteritis)
Kverkeitlabólga
Lungnabólga af völdum Pasturella baktería
Greiningaraðferðir og sýnatökur
Stroksýni með löngum sýnatökupinna sem ætlaður er fyrir veirurannsóknir
qPCR á Keldum
Veiruræktun í frumum
Blóðsýni (serum) eru tekin meðan hesturinn er með hita og annað 2-4 vikum síðar
Mótefnagreining “haemagglutination- inhibition (HI) tests”
Smitvarnir
Innflutningur á lifandi hestum bannaður
Innflutningur notaðra reiðtygja bannaður
Notaður reiðfatnaður og skófatnaður skal sótthreinsaður fyrir innflutning.
Bólusetning bönnuð meðan sjúkdómurinn er ekki í landinu
Viðbrögð og varnir
Hreinlæti
Einangrun í 4 vikur eftir að einkenni eru gengin yfir
Einangrun hesthúsa / bæja þar sem sýkta hesta er að finna
Einangrun hesthúsa / bæja þar sem bein eða óbein samskipti hafa verið við sýkta hesta
Bólusetning
Ef aðstæður gefa tilefni til
Hátækni bóluefni með mótefnismerkingu
Meðhöndlun
Stoð-meðhöndlun
Ráðlagt er að hestar fái 30 daga hvíld og þar á eftir 30 daga létta brúkun eftir inflúensu sýkingu. Ef þeir hafa verið með hita lengur en í 4 daga er lengri hvíld nauðsynleg.
Salmonellusýking í hrossum
Af og til koma upp alvarleg tilfelli salmonellusýkingar í hrossum hér á landi. Venjulega er um fá hross að ræða en stærri hópsýkingar hafa einnig átt sér stað. Stærsta þekkta hópsýkingin hér á landi kom upp í árslok 2008 þegar 38 hross í 44 hrossa hópi á Kjalarnesi veiktust hastarlega og meirihluti þeirra drapst (27/38). Rétt greining og meðhöndlun getur verð afgerandi fyrir afdrif hrossanna.
Smitefni
Salmonella er gram-neikvæð staflaga þarmabaktería af flokki Enteriobacteriaceae.
Margar sermisgerðir hafa fundist í hrossum á heimsvísu en þeirra algengust er S. Typhimurium.
Einkenni
Salmonellusýking er oftast staðbundin í víðgirni (ristli) en getur líka lagt undir sig fleiri líffærakerfi. Oft er hún einkennalaus í hrossum.
Einkennin og alvarleiki þeirra ráðast að miklu leyti af sermisgerðinni, þ.e. hversu sjúkdómsvaldandi viðkomandi sermisgerð er, smitmagninu (venjulega þarf mikið smit til að valda veikindum í hrossum) og mótstöðu hestsins sem aftur fer m.a. eftir álagi, mótefnum í blóði og aldri. Meiri líkur eru á að folöld verði veik en fullorðnir hestar.
Dæmigerð einkenni salmonellusýkingar í víðgirni eru kviðverkir (hrossasóttareinkenni), deyfð, lystarleysi og niðurgangur; mikill og þunnfljótandi. Hrossasóttareinkennin og deyfðin koma alla jafna fram nokkrum dögum áður en hrossið fær niðurgang en mjög breytilegt er hversu alvarleg einkennin eru. Stundum verður snögglega vart við niðurgang en í öðum tilfellum verður skíturinn smám saman blautari. Skíturinn er illa lyktandi, grænleitur eða svartur á lit. Önnur einkenni eru óeðlileg þarmahljóð (gashljómur, óeðlilega litlar þarmahreyfingar) og útblásinn kviður. Ekkert sérstakt finnst við skoðun í gegnum endaþarm en slímhúðin getur verið bólgin og viðkvæm. Í sumum tilfellum fá hrossin hita, en ekki alltaf.
Þegar salmonellubakteríur taka sér bólfestu í víðgirninu er mikil hætta á að eiturefni frá þeim (endótoxín) berist í blóðið. Eiturefnið losnar frá frumuvegg bakteríunnar þegar hún deyr og hefur áhrif á hjarta og æðakerfi sjúklingsins. Einkennin eru aukin hjartsláttartíðni og endurfyllingartími háræða, dökkrauð eða bláleit slímhúð og ofþornun. Hófsperra er mögulegur fylgikvilli salmonellusýkingar hjá hrossum vegna áhrifa frá eiturefninu.
Blóðeitrun af völdum salmonellusýkingar getur, einkum hjá folöldum, valdið liðbólgum í einum eða fleiri liðum og einnig lungnabólgu.
Smitleiðir
Sýkt dýr skilja bakteríuna út með skítnum og megin smitleiðin er því saurmengað fóður, vatn, auk óhreininda á innréttingum og búnaði. Sýktir fuglar, nagdýr og hestar geta verið mengunarvaldarnir. Greining á undirgerð bakteríunnar (stofnagreining) eykur líkur á að komast að hvaðan smitið er upprunnið.
Bráðveik hross skilja bakteríuna út í miklu magni en smám saman dregur úr fjölda baktería í skítnum uns þær hverfa. Ef bakteríuútskilnaður er viðvarandi, þrátt fyrir að ekki beri á einkennum, telst hrossið frískur smitberi. Talið er að meðhöndlun með sýklalyfjum auki líkurnar á að hross komist ekki að fullu yfir sýkinguna og verði smitberi.
Streita og álag s.s. flutningar, fóðurbreytingar, hátt þjálfunarstig, sýklalyfjameðhöndlun (röskun á normalflóru þarma), offita og aðrir sjúkdómar í þörmum eru dæmi um áhættuþætti sem auka hættuna á salmonellusýkingu og útskilnað á salmonellubakteríum með skít.
Meingerð
Salmonellubakterían er með margvíslega sjúkdómsvaldandi eiginleika. Í frumuveggnum eru „verkfæri“ sem hjálpa bakteríunni við að festa sig við frumur í slímhúð víðgirnisins og smjúga inn í þær. Salmonellan lifir og fjölgar sér bæði í þarmafrumum og hvítum blóðkornum. Hvítu blóðkornin gleypa bakteríuna og með þeim getur hún borist með blóðinu til annarra líffæra. Eiturefni sem bakterían seytir (enterotoxin) valda því að sölt og vatn leka úr blóðrásinni og inn í þarmana auk þess sem eiturefnin virkja staðbundna ónæmissvörun sem leiðir til frumudauða. Eiturefnin sem losna þegar bakterían deyr (endótoxínin) koma þarna einnig við sögu.
Súrefnisskortur vegna skemmda í háræðum og smásærra blóðtappa eykur á bólgur og frumuskemmdir í slímhúð þarmanna. Alvarlegustu skemmdirnar verða í botnlanga og víðgirni. Niðurgangur, sem einkennir sjúkdóminn, er afleiðing þess að verulega dregur úr uppsogi vökva í víðgirni á sama tíma og vökvi, sölt og prótein leka út vegna frumuskaða eins og að framan er rakið.
Greining
Bakteríuræktun frá skít eða líffærum er grundvöllur greiningarinnar. Meiri líkur eru á að bakterían ræktist úr skít snemma í sjúkdómsferlinu, þ.e. stuttu eftir að niðurgangur kemur fram.
Breytingar á blóðgildum s.s. lækkun á hvítum blóðkornum, natríum, klór og kalíum samhliða hækkun á köfnunarefni og lifrargildum, benda til bólgu í víðgirni sem getur verið vegna salmonellu eða annarra baktería.
Sýnataka
Til bakteríuræktunar úr skít þarf minnst 25 g sýni úr endaþarmi á hverjum hesti. Þar sem útskilnaður á bakteríunni sveiflast er mælt með endurtekinni sýnatöku þrjá til fimm daga í röð. Ef grunur leikur á að hópur hrossa sé smitaður nægir að taka eitt sýni úr hverjum hesti til að ganga úr skugga um það. Niðurstöðurnar eiga þá við um hópinn. Sýnataka úr fóðri og umhverfi getur einnig verið gagnleg. Bakteríuræktun á blóði getur átt við ef grunur leikur á blóðeitrun.
Til að draga úr hættu á dreifingu smitsins í önnur dýr eða fólk, setur Matvælastofnun takmarkanir á hestahald (einangrun) þar sem bakterían hefur greinst og ákveður jafnframt hversu mörg neikvæð sýni þurfi að liggja fyrir til að aflétta þeim.
Meðhöndlun
Mikilvægast er að viðhalda vökva- og saltjafnvægi á meðan niðurgangurinn gengur yfir. Við mjög alvarlegar bólgur í víðgirni og/eða blóðeitrun getur þurft að gefa blóðvökva í æð, einkum ef próteingildi í blóði verða mjög lág eða greinileg eitrunaráhrif koma fram í blóði. Við langvarandi veikindi þarf að gefa næringu í æð.
Forðast skal að gefa sýklalyf við sýkingum í meltingarvegi, hvort heldur sýkingin er af völdum salmonellu eða annarra smitefna, þar sem hætta er á að einkennin versni vegna neikvæðra áhrifa á normalflóru þarmanna. Normalflóran veitir sjúkdómsvaldandi bakteríum samkeppni, hindrar vöxt þeirra og er í raun helsta varnarkerfi líkamans gegn þeim.
Ef grunur leikur á blóðeitrun eða salmonellusýkingu utan meltingarvegarins getur verið ástæða til að gefa sýklalyf. Þeir stofnar bakteríunnar sem greinst hafa hér á landi eru alla jafna næmir fyrir sýklalyfjum sem virka á gram-neikvæðar bakteríur.
Viðbrögð
Salmonellusýking er tilkynningarskyldur sjúkdómur. Grun um salmonellusýkingu í hrossum skal tilkynna til viðkomandi héraðsdýralæknis eða sérgreinadýralæknis hrossasjúkdóma.
Veika hesta, sem og aðra hesta sem geta hafa smitast, skal einangra frá öðrum hestum eins fljótt og auðið er. Allan hrossaskít sem kemur frá sýktum hrossum, sem og undirburð, skal meðhöndla samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar. Þess skal gætt að stígvél, fatnaður og verkfæri sem notuð hafa verið við hirðingu sýktra hrossa komi ekki nálægt heilbrigðum dýrum. Matvælastofnun ákveður umfang aðgerða, þ.m.t. hvaða hestar, byggingar og beitilönd sæti einangrun eða öðrum takmörkunum og afléttir þeim þegar smithættan er gengin yfir. Lengd þessa tímabils fer eftir umfangi smitsins og árangri aðgerðanna.
Hesthús og önnur rými sem hætta er á að séu megnuð af salmonellubakteríum skulu hreinsuð vel og síðan sótthreinsuð með sótthreinsiefnum sem hafa þekkta virkni gegn bakteríunni.