Óforpökkuð matvæli
Hér er að finna leiðbeiningar um miðlun upplýsinga (merkingar) um óforpökkuð matvæli, þ.e.a.s. matvæli sem ekki er búið að pakka í umbúðir fyrir neytendur.
Reglur um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda eru í reglugerð nr. 1294/2014 sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011.
Í 9. og 10. grein reglugerðar ESB nr. 1169/2011 eru talin upp atriði sem skylt er að miðla upplýsingum um. Í 12. og 44. grein sömu reglugerðar koma fram sérákvæði um óforpökkuð matvæli.
Í 6. grein reglugerðar nr. 1294/2014 er landsákvæði um miðlun upplýsinga um matvæli sem ekki eru forpökkuð.