Um málma og málmblöndur sem ætlað er að snerta matvæli eru engar sérreglur í gildi ennþá hvorki á Íslandi né hjá Evrópusambandinu. Eftirfarandi upplýsingar eru unnar úr leiðbeiningum Evrópusambandsins um málma og málmblöndur sem notuð eru í snertingu við matvæli.
Forðast ber að geyma súr matvæla (t.d. ávaxtadjús) eða mjög söltuð matvæli, eða matvæla í fljótandi formi í áli sem er óhúðað.
Framleiðendur áhalda úr áli eða efna og hluta úr áli ættu að merkja sérstaklega ef um óhúðað ál er að ræða. Hæfar merkingar gætu verið: "Notið áhaldið ekki til að geyma súr eða söltuðuð matvæli með hátt rakastig, hvorki fyrir né eftir matreiðslu eða aðeins ætlað til geymslu matvæla í frysti".
Framleiðendur ál áhalda sem eru óhúðuð skulu hafa leiðbeiningar með tilliti til hvers áhaldið á að nota.
Hefur lágan öryggistuðull, forðast ætti að nota blý í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli. Hlutir sem gerðir eru að hluta til eða að öllu leyti úr blýi og "lóðuðu" blýi sem nota á til viðgerðar ætti ekki að nota í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli þ.m.t. lóðaðar niðursuðudósir.
Flæði hefur verið skoðað og er ekki talið vera vandamál.
Kadmíum á ekki að vera til staðar í umbúðum, ílátum eða öðrum hlutum sem ætlað er að snerta matvæli.
Kopar
Mengun frá kopar sem hefur verið metið og er ekki talið vera öryggisvandamál. Einungis er mælt gegn því að kopar komist í beina snertingu við matvæli vegna áhrifa sem kopar hefur á bragð- og lyktareiginleika. Engar ráðleggingar né takmarkanir hafa verið settar fyrir notkun kopars sem húðaður er með tini, ryðfríu stáli eða öðrum hentugum húðunarefnum.
Hefur ekki verið metið sérstaklega og er ekki talið vera vandamál.
Þetta efni á ekki að vera til staðar í umbúðum, ílátum eða öðrum hlutum sem ætlað er að snerta matvæli.
Hefur ekki verið metið sérstaklega, virðist ekki valda vandamálum ef notað í efni og hluti.
Málmblöndur eru venjulega samansettar af tveimur eða fleiri málmum. Málmarnir eru blandaðir það vel saman að lítil hætta er á að þeir leysist upp. Málmblöndur hafa þó ekki verið metnar sérstaklega með tilliti til eiturefnafræði. Málmar í málmblöndum flæða síður yfir í matvæli en málmar sem notaðir eru einir og sér. Málmblöndur sem ætlaðar eru til að snerta matvæli ættu ekki að innihalda aðra málma en eftirfarandi: ál, króm, kopar, gull, járn, magnesíum, mangan, molybdenum, nikkel, platínum, sílíkon, silfur, tin, títanium, sink, kóbalt, vanadium og kolefni.
Eldhúsáhöld og rafsuðupottar sem innihalda nikkel ætti að forðast. Flæði nikkels yfir í matvæli ætti að vera eins lítið og mögulegt er og alls ekki meira en 0,1 mg/kg sem almennt hámarksflæði yfir í matvæli og 0,05 mg/L frá rafkatli. Þegar um er að ræða ryðfrítt stál þá er gott ráð að henda vatninu sem soðið er í katlinum í fyrsta skipti. Vatn ætti ekki að vera skilið eftir í katlinum og látið standa og hitað síðan upp aftur.
Nikkelföt ætti ekki að nota í snertingu við matvæli.
Hlutir sem innihalda nikkel fyrir utan ryðfrítt stál ætti að vera merkt.
Hefur ekki verið metið sérstaklega og er ekki talið vera vandamál.
Hefur ekki verið metið sérstaklega. Silfur hvarfast við súlfíð og myndar svart silfur súlfíð sem gefur vont bragð. Þetta hvarf getur t.d. átt sér stað ef menn borða egg með silfurskeið.
Sink leysist mjög vel upp í súru umhverfi og ætti því ekki að nota umbúðir/ílát úr sinki fyrir súr matvæli. Í sumum löndum hefur sink, sinkblöndur eða sinkhúðun verið bannað í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli. Undantekning hafa þó verið gerðar fyrir ílát úr sinkblöndu sem ætluð eru fyrir olíur og ílát sem búin eru til með zinkhúðun (galvanised zinc) svo sem sinkhúðaðar körfur fyrir bökunarvörur.
- Sink á ekki að nota í snertingu við vökvakennd og/eða súr matvæli.
- Sinkhúðuð áhöld mega ekki innihalda kadmíum eða gefa frá sér kadmíum.
- Sinkhúðuð áhöld má nota í snertingu við þurr og ósúr matvæli.
Matvæli í umbúðum eða ílátum úr tini ætti ekki að geyma við lágt sýrustig og/eða hátt hitastig, þetta á þó ekki við um matvæli sem pökkuð eru í tinhúðaðar niðursuðudósir. Mælt er gegn því að matvæli séu geymd í tinhúðaðri niðursuðudós eftir opnun.
Titanium (titanium dioxide) hefur verið metið sem aukefni fyrir matvæli. Byggt á því mati þá er titaníum ekki talið vandamál.