Tilkynningarskylt nautgripahald
Skylt að skrá og merkja alla nautgripi, hvort sem ætlunin er að fá af þeim afurðir eða ekki, sbr. reglugerð um merkingar búfjár.
Skylt er að tilkynna um alla notkun og hald á nautgripum, sbr. reglugerð um velferð nautgripa.
Umráðamannaskipti í nautgriparækt skal tilkynna til Matvælaráðuneytisins.
- Nautgripi sem nýta á til mjólkur- eða kjötframleiðslu skal tilkynna um til Matvælastofnunar með því að fylla út umsóknareyðublað 2.30 í þjónustugátt MAST.
- Nautgripi sem ekki á að nýta til mjólkur- eða kjötframleiðslu skal tilkynna um til Matvælastofnunar með því að fylla út umsóknareyðublað 2.29 í þjónustugátt MAST.
- Ef fyrirhugað er að nota nautgripi við aðstæður sem eru þeim ekki eðlilegar, t.d. við gerð auglýsinga, kvikmynda eða leiksýninga, skal tilkynna um það til Matvælastofnunar með að minnsta kosti 10 daga fyrirvara með því að fylla út umsóknareyðublað 2.29 í þjónustugátt MAST.