Fara í efni

Týnt dýr

Gæludýr

Hvað ef þú finnur dýr?

Minnispunktar:

  • Leitið að eyrnamerki
  • Látið skanna eftir örmerki
  • Skoðið og póstið mynd á vefsíður Kattholts ef um kött er að ræða
  • Skoðið og póstið mynd á samfélagsmiðla týndir hundar eða kettir

Ef þú finnur gæludýr sem þig grunar sé týnt þá er hægt að kíkja innanvert í eyru og gá hvort dýrið sé eyrnarmerkt. Á dyraaudkenni.is er hægt að fletta upp hvort eyrnamerkið sé skráð.

Ef dýrið er ekki eyrnarmerkt þarf að lesa af með skanna hvort það sé örmerkt. Skylt er að örmerkja og skrá alla hunda, ketti og kanínur frá 12 vikna aldri. Leitið til dýralækna, dýraeftirlitsmanna sveitarfélaganna, Kattholts eða lögreglu til að fá dýrið skannað og flett upp í gagnagrunninum. Kattholt er einnig með síðu fyrir týndar og fundnar kisur með mynd og upplýsingum. Þangað er líka hægt að senda póst með mynd. Annars eru samfélagsmiðlarnir eins og Facebook orðnir mjög öflugir til að auglýsa að dýr hafi fundist eða séu týnd. Þar eru eigin síður fyrir slíkt.

Hvað ef dýrið þitt týnist?

Minnispunktar:

  • Skráðu dýrið týnt á Dýraauðkenni og setjið inn mynd
  • Athugið hjá dýraeftirliti sveitarfélaganna, dýralæknum og lögreglu
  • Skoðið og póstið mynd á vefsíður Kattholts ef um kött er að ræða
  • Skoðið og póstið mynd á samfélagsmiðla týndir hundar eða kettir

Ef dýrið þitt er örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn dyraaudkenni.is kemst það yfirleitt fljótt til skila. Þegar þú hefur skráð þig inn á Dýraauðkenni getur þú sett inn upplýsingar um þitt dýr, svo sem mynd af dýrinu, þitt símanúmer og tölvupóstfang. Ef dýrið týnist getur þú skráð það sem týnt. Ef einhver ætlaði að taka dýrið að sér kemur það í ljós t.d. við skoðun hjá dýralækni að dýrið sé týnt frá skráðum eiganda. 

Leitið til dýralækna, dýraeftirlitsmanna sveitarfélaganna, Kattholts eða lögreglu til að heyra hvort dýrið hafi komið þangað. Kattholt er einnig með síðu fyrir týndar og fundnar kisur með mynd og upplýsingum. Þangað er líka hægt að senda póst með mynd. Annars eru samfélagsmiðlarnir eins og Facebook orðnir mjög öflugir til að auglýsa að dýr hafi fundist eða séu týnd. Þar eru eigin síður fyrir slíkt.

Hross

Öll hross á að örmerkja og skrá í gagnagrunnin Worldfengur. Ef hross finnast eða týnast, leitið til dýralækna, dýraeftirlitsmanna sveitarfélaganna, eða lögreglu til að fá dýrið skannað og flett upp í gagnagrunninum. Einnig er hægt að nýta samfélagsmiðlana til setja inn mynd og auglýsa og gefur það oft góðan árangur.

Uppfært 20.08.2024
Getum við bætt efni síðunnar?