Aukefni
Skylt að merkja matvæli með innihaldslýsingu þó með ákveðnum undantekningum. Innihaldslýsing á að veita greinargóðar upplýsingar um samsetningu vörunnar. Öll innihaldsefni eiga að vera tilgreind í minnkandi magni eins og þau eru notuð við framleiðslu vörunnar, þó þarf ekki að magnraða innihaldsefnum sem eru minna en 2% af vörunni og mega þau því koma í hvaða röð sem er í lok innihaldslýsingar.
Merkingar aukefna í matvælum
Reglur um merkingar aukefna er að finna í:
- Reglugerð nr. 1294/2014 (EB/1169/2011) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. 20. grein, lið 1 og 2 í III. viðauka og C-hluta í VII. viðauka. Sjá einnig ákvæði varðandi ofnæmis-og óþolsvalda í lið 1 c) í 9. grein og 21. grein og II. Viðauka og 44. grein.
- EB/1333/2008 sem innleidd er með reglugerð nr. 978/2011: 24. grein og viðauka V í um merkingu matvæla sem innihalda viss litarefni.
- Ef aukefni er unnið úr erfðabreyttu hráefni þarf að merkja það skv. reglugerð nr. 1237/2014.
Aukefni í innihaldslýsingu eiga að vera merkt með flokksheiti og E-númer eða viðurkenndu heiti. Dæmi:
Flokksheiti, E-númer | Flokksheiti, viðurkennt heiti aukefnis |
Sýra (E 334) | Sýra (vínsýra) |
Litarefni (E 120) | Litarefni (karmín) |
Viðurkennd heiti aukefna er að finna í B-hluta, Skrá yfir öll aukefni, í viðauka II í EB/1129/2011. Flokksheiti segir til um tilgang með notkun efnanna (s.s. sýra, litarefni og rotvarnarefni) en númer eða viðurkennt heiti er nánari lýsing á því efni sem um er að ræða.
- Flokksheiti aukefna má finna í C-hlutaí VII viðauka í reglugerð 1294/2014 (EB/1169/2011) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
- Listi yfir flokksheiti aukefna, ásamt skilgreiningum, í viðauka I í reglugerð um aukefni.
Merkingar á umbúðum aukefna
Reglur um merkingar á umbúðum aukefna er að finna í- 21. og 22.grein í EB/1333/2008 sem innleidd er með reglugerð 978/2011 fyrir aukefni sem eru seld til fyrirtækja
- 23. grein í EB/1333/2008 sem innleidd er með reglugerð 978/2011 fyrir aukefni sem eru seld til neytenda.