Dýraminjar / veiðiminjar
Dýraminjar geta mögulega borið smitefni til landsins hafi þær ekki undirgengist fullnægjandi meðhöndlun. Tilkynna skal slíkan innflutning til Matvælastofnunar og leggja fram gögn um meðhöndlun auk staðfestingar á dýrategund. Ef um er að ræða dýrategund sem er á válista (CITES) þá skal leggja fram viðeigandi vottorð, bæði frá út- og innflutningslandi. Hérlendis er útgáfa CITES vottorða í höndum Umhverfisstofnunar.
Innflutning skal tilkynna í þjónustugátt MAST, ýmist með umsókn nr. 4.32 eða 7.01 (ef um er að ræða póstsendingu) og senda með eftirfarandi gögn:
- Yfirlýsingu hamskera á meðhöndlun minjanna (taxidermist statement on processing of trophies)
- Sundurliðaðan reikning
- CITES vottorð ef um er að ræða dýrategund á válista
Séu viðeigandi gögn ekki lögð fram skulu minjarnar skoðaðar af Matvælastofnun. Innheimt er fyrir slíka skoðun skv. gjaldskrá MAST.
Standist sendingin innflutningsskilyrði er heimild gefin út af MAST.