Sérleyfismarkaðir
Afurðir sem fluttar eru til þriðju ríkja (landa utan EES) skulu uppfylla skilyrði viðkomandi ríkja. Áður en útflutningur hefst skal útflytjandi kynna sér gildandi skilyrði og ganga úr skugga um að þau verði uppfyllt.
Þau sem hyggjast flytja út afurðir bera sjálf ábyrgð á því að kynna sér og uppfylla skilyrði viðkomandi móttökuríkis.
Í sumum tilfellum hafa farið fram sérstakar viðræður á milli yfirvalda á Íslandi og viðkomandi móttökuríkja og jafnvel úttektir hér á landi áður en útflutningur getur hafist. Slíkt ferli getur falið í sér ítarlega úttekt á löggjöf, framleiðsluháttum og eftirlitskerfi á Íslandi og getur tekið langan tíma, dæmi er um 6-8 ára vinnu.
Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um ríki og afurðir sem um gilda samkomulag eða samþykkt vottorðaform.
Framleiðendur á Íslandi eru sífellt að leita leiða til að koma sínum afurðum á markað erlendis. Matvælastofnun fær reglulega fyrirspurnir vegna útflutnings til landa sem íslenskar afurðir hafa ekki verið fluttar til áður, eða afurða sem ekkert samkomulag gildir um. Sjá nánar um beiðni um markaðsaðgengi hér fyrir neðan.
Beiðni um athugun á markaðsaðgengi
Áður en beiðnir um markaðsaðgengi eru teknar til meðhöndlunar þurfa tilteknar upplýsingar að liggja fyrir. Þegar útflytjandi hefur aflað eftirfarandi upplýsinga getur hann sent umsókn í þjónustugátt Matvælastofnunar - eyðublað 4.50. Vakin er athygli á því að innheimt er fyrir vinnu við markaðsaðgengi skv. gjaldskrá Matvælastofnunar. Matvælastofnun getur ekki ábyrgst að hægt verði að verða við öllum beiðnum sem berast.
- Heiti og nákvæm lýsing á vöru
- Móttökuríki
- Hefur framleiðandinn nú þegar leyfi til framleiðslu viðkomandi vöru á Íslandi?
- Er framleiðandi nú þegar að flytja vöruna til útlanda? Ef já, hvert?
- Hefur umsækjandi/útflytjandi þegar aflað upplýsinga hjá yfirvöldum í móttökuríki? Ef já, hvaða upplýsingar liggja fyrir?
- Fyrirhugað umfang útflutnings á ári?
- Hversu miklar líkur eru á að verði af útflutningi?
- Eru fleiri hagaðilar líklegir til þess að geta nýtt sér aðgengi að þessum markaði?
- Getur umsækjandi tekið þátt í vinnunni við markaðsaðgengi?
- Annað sem þú vilt koma á framfæri
Ástralía - Fiskeldisafurðir
Azerbaijan - Sjávarafurðir
Til þess að flytja sjávarafurðir frá Íslandi til Azerbaijan þurfa framleiðendur sjávarafurða að vera á lista þarlendra yfirvalda yfir samþykkt fyrirtæki..
Brasilía - Sjávarafurðir
Til þess að flytja sjávarafurðir frá Íslandi til Brasilíu þurfa framleiðendur sjávarafurða að vera á lista brasilískra yfirvalda yfir samþykkt fyrirtæki, skrá þarf allar afurðir sem flytja á til Brasilíu með nákvæmum hætti í sérstakt kerfi og hverri sendingu þarf jafnframt að fylgja heilbrigðisvottorð, útgefið af MAST.
Skráning á lista
Sótt er um skráningu framleiðenda með aðstoð Matvælastofnunar. Sækja má um skráningu með umsókn 4.35 á þjónustugátt. Listinn yfir samþykkta framleiðendur er birtur á heimasíðu DIPOA.
Skráning afurða
Skrá þarf hverja afurð með mikilli nákvæmni í sérstakt kerfi (PGA SIGSIF). Matvælastofnun kemur ekki að skráningu afurðanna og getur ekki veitt ráðleggingar um ferlið. Matvælastofnun bendir framleiðendum á að fá aðstoð ráðgjafa og/eða innflytjenda með betri þekkingu á brasilískum kröfum til að fara í gegnum ferlið. Nánari upplýsingar um skráningu afurða má nálgast á heimasíðu DIPOA (á portúgölsku).
Almennt um innflutning dýraafurða til Brasilíu á heimasíðu DIPOA (á ensku)
Bretland eftir Brexit - Matvæli
Evrasíusambandsins (EAEU) - Sjávarafurðir
Evrasíusambandið er tollabandalags Rússlands, Hvítarússlands, Kasakstans, Kirgistans og Armeníu (e. Eurasian Economic Union - EAEU):
Löggjöf Tollabandalagsins
- Heilbrigðiskröfur fyrir útflutning til Rússlands
SPS requirements for exporting to the Russian Federation - Reglugerð um matvælaöryggi
Lýsir almennum reglum um góða starfshætti við vinnslu matvæla ásamt sértækum kröfum um örverufræðileg viðmið í einstökum vöruflokkum s.s. fiski,kjöti, mjólk. Einnig kröfum um aðskotaefni s.s. þungmálmar.
TR CU 021/2011: Customs Union Technical Regulation on Food Safety - Reglugerð um fisk og fiskafurðir
SanPin 2.3.4.050-0-96: Sanitary regluation for Practice and Distribution of Fishery Products - Tæknileg reglugerð um öryggi fisks og fiskafurða.
TECHNICAL REGULATION of the Eurasian Economic Union ‘On the safety of fish and fish products’ (TR EAS 040/2016) - Reglugerð um hollustuhætti fyrir öll matvæli inn í Rússland
Sanpin_2-3-2-1078-01_consolidated - Örverufræðileg viðmið og viðmið fyrir aðskotaefni í fiski og fiskafurðum
Annex 1 to SanPin 2.3.2.1078-01: Fish and fish products - Ákvörðun Tollabandalagsins um viðmið á örveru- og efnafræðilegum gildum sem og aðskotaefnum
Decision No299_May_2010_Chapter II_section_1_Safety requirements and nutritional value of food - Reglugerð um hollustuhætti og gæði vatns frá vatnsveitum
SanPin 2.1.4.1074-01: Drinking Water Hygienic Requirements for Water Quality of Centralized Drinking Water Supply Systems - Reglugerð um merkingar
TR CU 022/2011: Food Products in Terms of Their Labeling - Heilbrigðiskröfur við innflutning: Í köflum 22 – 29 eru heilbrigðiskröfur er varða kjöt, mjólk og fisk
Decision 317 of 17 june 2010: Common Verterinary (Veterinary and Health) Requirements in Relation to Goods subject to Veterinary Control (Inspection) - Löggjöf um mjólk- og mjólkurafurðir til Tollabandalagsins með öllum kröfum
- Gátlisti fyrir mjólkurbú m.t.t. löggjafar Tollabandalagsins
- Kröfur til umbúða til notkunar í matvælavinnlu
Cu_sps-req_decision-769_16082011_TRCU_005_2011_en_On Packaging Safety - Kröfur til íblöndunarefna og krydds
CU_Regs_TRCU292012_Food_Additives_and_Flavorings - Kröfur til eigin vatnsveita
Sanpin 2_1_4_1174_02WaterSupply - Ákvörðun Tollabandalagsins um samræmd form heilbrigðisvottorða
Decision of the Customs Union Committe of April 7, 2011 No. 607 on forms of Unified veterinary certificates for regulated goods imported into the customs territory of the Customs Union - Reglugerð um hollustuhætti og gæði vatns frá eigin vatnsbóli
Sanitary Rules and Regulations 2.1.4.1175-02: Hygienic requirements to the quality of water from non-centralized water supply system. Sanitary control of water sources - Reglugerð um úttektir og samræmda verkferla við úttektir
Decision No. 94 October 9, 2014 - Reglugerð um kæli- og frystigeymslur
Sanitary regulations for refrigerators, approved on September 29, 1988 No. 4695-88
(Ath. þýtt með sjálfvirkum þýðanda)
Fyrirtæki með leyfi
Gátlisti og leiðbeiningar
Hong Kong - Búfjárafurðir
Frá og með 1. júlí 2023 þurfa framleiðendur lamba- og svínakjöts sem hyggjast senda afurðir sínar til Hong Kong að vera skráðir á samþykktarlista yfirvalda í Hong Kong.
Sláturleyfishafar með sögu um útflutning fengu brautargengi á nýjan lista sem birtur verður á heimasíðu yfirvalda í Hong Kong frá 1. júlí 2023.
Matvælastofnun hefur ekki enn fengið upplýsingar um hvernig skráningarferlið verður fyrir áhugasama framleiðendur í framtíðinni en ljóst þykir að Matvælastofnun mun þurfa að hafa milligöngu um skráningar.
Ítarefni:
Indland - Sjávar- og búfjárafurðir
Japan - Búfjárafurðir
Japönsk yfirvöld hafa gert úttekt á dýrasjúkdómastöðu Íslands og telja hana ásættanlega og hafa heimilað innflutning á kjöti og kjötafurðum frá Íslandi til Japan. Íslensk yfirvöld þurfa að tilnefna fyrirtæki sem þau ábyrgjast að uppfylli kröfur sem eiga við um kjöt. Yfirlit (á vef japanskra yfirvalda) yfir starfsstöðvar sem hafa útflutningsleyfi til Japan.
- Íslensk yfirvöld skulu tilkynna japönskum yfirvöldum fyrirfram nafn, heimilisfang, samþykkisnúmer og afköst viðkomandi starfsstöðva. Íslensk yfirvöld skulu hafa reglubundið eftirlit með þessum starfsstöðvum og tilkynna japönskum yfirvöld strax ef þau uppfylla ekki lengur kröfur og hætta þá að senda frá þeim afurðir til Japan. Heimilt er að flytja út frá Íslandi til Japan kjöt af sláturdýrum frá öðrum löndum enda séu þá uppfyllt ákvæði þar að lútandi í ofangreindum reglum.
- Sérstakar viðbótarkröfur fyrir svínakjöt, einkum varðandi svínapest.
- Sérstakar viðbótarkröfur varðandi garnir sem notaðar eru við framleiðslu á unnum kjötvörum. Einungis má nota garnir frá löndum sem uppfylla japanskar kröfur.
- Uppfylla þarf almennar kröfur um hollustuhætti og um heilbrigðisskoðun á sláturdýrum og afurðum.
- Japönsk yfirvöld áskilja sér rétt til að gera úttekt á starfstöðvum á Íslandi og sem leyfi hafa til útflutnings til Japan.
Kína - Öll matvæli
Taívan - Sjávarafurðir
Nýjar innflutningskröfur fyrir sjávarafurðir úr dýraríkinu taka gildi í Taívan 1. janúar 2024.
Helsta breytingin með nýju kröfunum er sú að framleiðendur sjávarafurða sem hyggjast senda afurðir sínar til Taívan þurfa að vera skráðir á samþykktarlista yfirvalda í Taívan. Skráning framleiðanda fer fram með milligöngu Matvælastofnunar og skulu framleiðendur sækja um skráningu í Taívan hjá Matvælastofnun.
Eftir sem áður þarf heilbrigðisvottorð, gefið út af Matvælastofnun að fylgja sendingunni. Tekið skal fram að hugsanlega verða gerðar breytingar á því heilbrigðisvottorðaformi sem fylgja þarf sendingum til Taívan, viðræður um það eru í gangi milli ríkjanna.
Matvælastofnun vinnur nú að því að taka saman lista yfir framleiðendur með sögu um útflutning sjávarafurða til þess að fá þá skráða hjá taívönskum yfirvöldum.
Rússland - Búfjárafurðir
Ítarefni
- Útflutningur á kjöti til Rússlands heimilaður - frétt Matvælastofnunar frá 14.07.2010
- Samið við rússnesk stjórnvöld um útflutning á kjöti og fiski - frétt Matvælastofnunar frá 21.01.2010
Suður-Kórea - Sjávarafurðir
Fyrirtæki sem óska eftir að flytja frysta fiskhausa (Frozen edible fish heads: HS 0303) og fryst fiskinnyfli (Frozen edible fish intestines: HS0303, HS 0306 eða HS 0307) til manneldis til S-Kóreu þurfa að láta skrá sig hjá þarlendum yfirvöldum. Öllum sendingum til S-Kóreu þarf að fylgja opinbert heilbrigðisvottorð.
Víetnam - Sjávarafurðir
Framleiðendur sem óska eftir að flytja fisk og fiskafurðir til Víetnam þurfa að láta skrá sig hjá þarlendum yfirvöldum. Sótt er um skráningu með aðstoð Matvælastofnunar sem einnig sendir tilhlýðileg gögn.
Sækja má um skráningu með umsókn 4.39 á þjónustugátt. Umsókn þurfa að fylgja greinargóðar upplýsingar um hollustuhætti og gæðaeftirlit hjá framleiðanda skv. fylgiskjali 3. Sérstaklega skal hafa greinargóða lýsingu á HACCP kerfi framleiðanda.
Víetnömsk reglugerð nr. 25/2010 fjallar um kröfur vegna innflutnings á matvælum úr dýraríkinu.
Öllum sendingum til Víetnam þarf að fylgja opinbert heilbrigðisvottorð.