Fara í efni

Skipurit

Skipurit stofnunarinnar varpar ljósi á mikilvægi einnar heilsu og byggir á lögum um Matvælastofnun nr. 30/2018 og reglugerð um Matvælastofnun. 

Forstjóri

Ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar.

Yfirdýralæknir

Ber faglega ábyrgð á málaflokkum er varða heilbrigði og velferð dýra, súna, lyfjaónæmis og málefni dýralækna og dýrahjúkrunarfræðinga.

Starfseining forstjóra

Ber ábyrgð á fréttatilkynningum, ritstjórn á vef MAST, samskiptum við fjölmiðla, innlendar og erlendar stofnanir auk hagaðila og ber einnig ábyrgð á mannauðs- og gæðamálum stofnunarinnar.

Samhæfing

Ber ábyrgð á málaflokkum MAST er varða matvælaöryggi, heilbrigði og velferð dýra, auk plöntuheilbrigðis. Ber ábyrgð á fræðslu og leiðbeiningum innan sem utan MAST, eftirlits- og sýnatökuáætlunum ásamt úrvinnslu niðurstaðna rannsókna og eftirlits. Ber ábyrgð á viðbrögðum við sjúkdómum, rannsóknaniðurstöðum o.þ.h. Ber ábyrgð á framkvæmd sértæks eftirlits, útgáfa vottorða og leyfa, eftirfylgni, þvingunum og stjórnvaldssektum sértæks eftirlits (t.d. fiskeldi, áburður, inn- og útflutningur (þó ekki hross) og fóðurverksmiðjur).

Vettvangseftirlit

Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd eftirlits, leyfisútgáfu, eftirfylgni með frávikum, þvingunum og stjórnvaldssektum vegna alvarlegra frávika (þó ekki eftirlit sem fellur undir Samhæfingu). Ber einnig ábyrgð á aðgerðum vegna nýrra og/eða alvarlegra smitsjúkdóma í dýrum samkvæmt viðbragðsáætlun sem og öðrum sjúkdómavörnum og sýnatökum samkvæmt viðbragðsáætlun.

Stjórnsýsla

Ber faglega ábyrgð á stjórnsýslu MAST og leiðbeinir um löggjöf, ber einnig ábyrgð á samskiptum við innlendar sem erlendar stofnanir sem varða löggjöf.

Upplýsingatækni og rekstur

Ber faglega ábyrgð á rekstri MAST, upplýsingatækni, stafrænni þróun og þjónustu við starfsmenn. Auk þess ber sviðið ábyrgð á eftirfylgni rekstraráætlana og innra eftirliti er varðar fjármál og rekstur.

Uppfært 17.09.2024
Getum við bætt efni síðunnar?