Fara í efni

Lífrænt vottuð matvæli

Lífræn ræktun er aðferð til landbúnaðarframleiðslu sem stefnir að því að framleiða hráefni í matinn okkar með náttúrulegum efnum og aðferðum. Þetta þýðir að lífræn ræktun reynist hafa lítil áhrif á umhverfið þar sem reglurnar hvetja til:

Evrópulaufið Lífræn vottun

  • ábyrgrar notkunar á orku og nátturuauðlindum
  • viðhaldi fjölbreytileika tegunda
  • vernda vistkerfi svæðisins
  • bæta frjósemi jarðvegarins náttúrulega
  • viðhalda vatnsgæðum á svæðinu

Til viðbótar setja reglur um lífræna ræktun miklar kröfur til dýravelferðar og skylda bændur til að uppfylla ákveðnar þarfir dýranna vegna eðlislægrar hegðunar þeirra.

Reglugerðir EES um lífræna framleiðslu eru skrifaðar með það í huga að setja skýran ramma fyrir framleiðslu lífrænna vara á EES svæðinu. Þetta er gert til að fullnægja kröfum neytenda um lífrænar vörur sem hægt er að treysta og um leið skapa sanngjarnan markað fyrir frameiðendur dreifingaraðila og aðra markaðsaðila.

Merkja má matvæli með Evrópulaufinu ef ræktun og framleiðsla uppfyllir kröfur reglugerða EES og það hefur verið vottað af til þess bæru yfirvaldi. Hér á landi er einn aðili með faggildingu til að votta lífræna framleiðslu. Það er Vottunarstofan Tún.  

Uppfært 24.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?